© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.9.2015 | 15:10 | Kristinn | EuroBasket 2015
Magnaðir dagar í Berlín á EuroBasket!


Það er ljóst að íslenskur körfubolti hefur náð nýjum hæðum eftir leikina okkar á EuroBasket. Það er nánast ólýsanlegt hversu magnaðir dagar voru í Berlín þegar ÍSLAND keppti í fyrsta sinn á lokamóti EuroBasket. Þessi vika í Berlín í gleymist okkur rúmlega 1.000 Íslendingum sem þar voru aldrei.

Þrátt fyrir að við töpuðum leikjunum okkar í riðlinum þá voru strákarnir okkar, fylgdarteymið, stuðningsfólkið og íslenskur körfubolti sigurvegari riðilsins, ef ekki bara á EuroBasket yfirhöfuð, þrátt fyrir að keppnin sé ekki búinn. Það er skrítin tilfinning að tapa leik en á sama tíma taka við fjölda hamingjuóska bæði frá fullt af fólki heima á Íslandi sem og einstaklingum í Evrópu.

Strákarnir okkar, fylgdarteymið og stuðningfólkið okkar unnu hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar og ég held ég geti sagt allrar Evrópu. Margir hafa komið að máli við okkur sem förum fyrir KKÍ til að þess að óska okkur til hamingju með árangurinn og spyrja hvað við séum að gera á Íslandi.

Strákarnir okkar sýndu að íslenskur körfubolti hefur tekið miklum framförum og það er að þakka mikilli vinnu fjölmarga einstaklinga og félaga að við erum kominn á þennan stað í dag. Strákarnir og þjálfarteymi síðustu ára hafa lagt á sig mikla vinnu til að ná þessum árangri og ýmsu hefur verið fórnað til að vera með landsliðinu undanfarin sumur. Makar og fjölskyldur landsliðsmanna fá þakkir fyrir þolinmæði og stuðning við landsliðsmennina okkar.

Fjölmiðlum þökkum við fyrir góðan fréttaflutning og samstarfið í kringum EuroBasket. RÚV fær sérstakar þakkir að færa okkur EuroBasket heim í stofu landsmanna og ekki bara frá ÍSLANDI heldur öllu mótinu.

Öflugum samstarfsaðilum KKÍ þökkum við fyrir góðan og mikilvægan stuðning en stuðningur þessara fyrirækja er sambandinu afar mikilvægur og vonumst við eftir góðu samstarfi næstu árin við okkar samstarfsaðila sem og nýja. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og ríkisstjórn þökkum við stuðning og hvatningu en sá stuðningur skiptir miklu máli. Einnig þakkar KKÍ fyrir góðar kveðjur frá öðrum sérsamböndum/íþróttagreinum hér á Íslandi.

Körfuboltinn er núna í mikilli sókn um allt land og það er gleðiefni fyrir okkur sem förum fyrir KKÍ. Hundruðir ef ekki þúsundir sjálfboðaliða um allt land tryggja það að hægt sé að spila skipulagðan körfubolta hringinn í kringum í landið. Árangur okkar núna hjá karlalandsliðinu er sigur okkar allra sem störfum og höfum starfað í okkar frábæru íþrótt sem körfuboltinn er.

KKÍ og karlalandsliðið þakkar landsmönnum fyrir góðar kveðjur undanfarna daga, stuðningur þjóðarinnar er okkur öllum mikil hvating.

ÁFRAM KÖRFUBOLTI!

Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna,
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Árni Jóhannsson var valinn þjálfari ársins í Iceland Express deild karla tímabilið 2006-2007. Hér sést hann með verðlaunagripi sína.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið