© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.9.2006 | 10:20 | OOJ
Hanno Möttölä má ekki skora aftur yfir 40 stigin
Hanno Möttölä fór mikinn í eina leiknum sínum á Íslandi til þessa en hann verður einmitt í aðalhlutverki í finnska landsliðinu sem sækir Ísland heim í Laugardalshöllina í kvöld. Möttölä sem á að baki leiki í NBA-deildinni og er núverandi leikmaður B.C. Zalgiris Kaunas í Litháen. Hann skoraði 42 stig í evrópuleik þjóðanna á Ásvöllum 22. ágúst 2001 og íslensku strákarnir verða því að gæta hans vel í kvöld ef þær ætla sér að vinna þennan mikilvæga leik.

Hanno Möttölä, sem er 208 sentimetrar á hæð, skoraði þessi 42 stig á 38 mínútum sem hann lék í leiknum á Ásvöllum en Finnar unnu leikinn 73-84 og skoraði því kappinn helming stiga síns liðs. Möttöla var einnig með 11 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 blokk í leiknum. Hann nýtti 14 af 22 skotum sínum (64%), þar af 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 11 af 12 vítum (92%). Í seinni leiknum í Finnlandi skoraði þessi snjalli leikmaður síðan 23 stig á 29 mínútum þar sem að hann setti niður 8 af 11 skotum sínum og öll sex vítin.

Hanno Möttölä er nýgenginn til B.C. Zalgiris Kaunas í Litháen en hann lék með rússneska liðinu Dynamo Moskva í fyrra. Hann á að baki 115 leiki með Atlanta Hawks í NBA-deildinni frá 2000 til 2002 og skoraði í þeim 4,6 stig að meðaltali á 15,2 mínútum.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Teitur Örlygsson í baráttu við Bjarna Magnússon í leik Njarðvíkur og Grindavíkur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið