S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
25.8.2006 | 21:49 | hbh
Sigur gegn Belgíu 92-88
Logi Gunnarsson var stigahæstur gegn Belgíu
Belgar unnu fyrsta leikhluta 10-17 en sóknin gekk ekki nógu vel hjá íslenska liðinu í upphafi leiks. Vörnin stóð þó fyrir sínu með Egil Jónasson sem besta mann. Þjálfarinn Sigurður Ingimundarson var ánægður með úrslitin. "Við byrjuðum ekki alveg nógu vel í leiknum sóknarlega en síðan small þetta saman í öðrum leikhluta sem við unnum 32-20. Þessi leikur var betri en gegn Hollandi í gær og margt sem við náðum að laga úr þeim leik. Strákarnir léku virkilega vel saman á köflum í leiknum sem gefur góð fyrirheit um framhaldið enda vorum við að leggja A-þjóð að velli. Eigum samt eftir að slípa ýmislegt til og lagfæra í þessari ferð okkar í Hollandi og Írlandi enda tilgangur ferðarinnar að undirbúa liðið fyrir átökin í Evrópukeppninni sem byrjar 6. september gegn Finnum í Laugardalshöllinni. Þetta var góður sigur hjá liðinu, liðið spilaði vel saman og er á réttri leið" sagði Sigurður Ingimundarson eftir leikinn. Íslenska liðið leiddi með 5-8 stigum allan seinni hálfleikinn en Belgía minnkaði muninn aðeins í lok leiksins. Íslenska liðið sótti ákveðið í leiknum og uppskar 44 víti í leiknum. Logi Gunnarsson (13/7 í skotum) og Magnús Þór Gunnarsson (11/6) í skotum) áttu góðan leik í kvöld ásamt þeim Jakobi Sigurðarsyni (11 stig) og Jóni Arnóri Stefánssyni (10 stig) sem kom til Hollands stuttu fyrir leikinn og lék í 19 mínútur. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu á þessu ári. Þá áttu Fannar Ólafsson og Hlynur Bæringsson stóran þátt í að íslenska liðið landaði sigrinum og sóttu öll fráköst sem voru í boði á síðustu mínútum leiksins. Friðrik Erlendur Stefánsson og Helgi Magnússon áttu einnig góðan leik í kvöld. |