S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.8.2006 | 9:43 | oddur
Riðlakeppnin á HM klárast í dag
Í gær var leikin næstsíðasta umferðin í riðlakeppninni. Þar vakti mesta athygli hörkuleikur Bandaríkjanna gegn Ítalíu en bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn. Ítalir léku vel og náðu mest 15 stiga forskoti í leiknum. Það dugði þó ekki til því að Bandaríkjamenn náðu að vinna muninn upp og sigra. Carmelo Anthony átti stórleik og skoraði 35 stig fyrir Bandaríkin. Í nótt fóru fram nokkrir leikir og er lokaumferð riðlakeppninnar að klárast núna rétt fyrir hádegið í dag. Ljóst er að þarna voru nokkrir stórleikir. Besti leikur keppninnar hingað til var sennilega leikur Þýskalands og Angóla en þar þurfti að þríframlengja. Dirk Nowitzki leiddi Þjóðverja að lokum til sigurs en hann skoraði 47 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Það var líka mikil spenna þegar Kínverjar léku gegn Slóvenum í nótt. Kínverjar náðu að tryggja sér eins stigs sigur með þriggja stiga skoti í lok leiks. Þar með tryggðu þeir sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. |