© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.8.2006 | 18:13 | fararstjori | Yngri landslið
Sorglegt tap gegn Portúgal og Ísland í B-deild
Örn Sigurðarson var stigahæstur með 20 stig og níu fráköst í dag
Íslensku strákarnir töpuðu 70-84 gegn Portúgölum eftir að staðan í hálfleik hafði verið 34-42. Örn Sigurðarson
var stigahæstur með 20 stig og níu fráköst.

Það voru hundsvekktir Íslenskir leikmenn og fylgdarlið sem yfirgáfu íþróttahúsið í Andjuar eftir leikinn Portúgölum. Íslensku strákarnir áttu meira skilið útúr leiknum, en það voru á endanum vítaskotin sem voru bani strákanna.

Íslenska liðið byrjaði mjög illa í leiknum og fengu Portúgalir að lemja á okkar mönnum útum allan völl, en síðari part fyrsta leikhluta fóru strákarnir að stíga upp gegn þessu og fengu dæmdar villur. Þeir nýttu vítin skelfilega og voru 1 af 6 í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 12-24.

Í öðrum leikhluta náðu Portúgalir mest 17 stiga forystu, en hana náðu Íslensku strákarnir að lemja niður með pressuvörn. Áfram héldu strákarnir að misnota vítaskotin og missa boltann klaufalega frá sér en í heildina var vítanýting liðsins 7 af 18 í hálfleik og 16 tapaðir boltar. Þrátt fyrir þessar skelfilegu tölfræði, höfðuPortúgalir einungis átta stiga forystu í hálfleik, 34-42.

Í þriðja leikhluta náðu strákarnir forystunni niður í fimm stig, 43-48, en Portúgalir nýttu vítaskot sín vel og héldu forystunni út leikhlutann. Staðan eftir þrjá leikhluta 53-65.

Í fjórða leikhluta var mikil spenna og voru Íslensku strákarnir að berjast um allan völl og skilaði það forystu Portúgala
niður í fimm stig, en Portúgalir settu þrist þegar að skotklukkan var að renna út og einungis 1 mín eftir. En áfram héldu strákarnir að reyna og náðu þeir ekki að komast nær og sigruðu Portúgalir og björguðu því sæti sínu í A-deild. Íslensku strákarnir falla hinsvegar um deild og voru þeir grátlega nálagt því að halda A-deildarsætinu, en þeir grófu sína eigin gröf í byrjun leiks og voru allan tímann að reyna að koma sér uppúr henni. Það voru síðan vafaatriði sem féllu með Portúgölum, en við því var ekkert að gera, svona er boltinn og
er liðið reynslunni ríkari.

Örn Sigurðarson var stigahæstur með 20 stig og 9 fráköst, Pétur Þór Jakobsson var næststigahæstur með 16 stig og fyrirliðinn Snorri Páll Sigurðsson var með 13 stig.

Tölfræði leiksins

Fyrr í dag léku Þjóðverjar og Slóvenar um hvort liðið myndi falla í B-deild og sigruðu Slóvenar 81-72 og mæta því Íslensku strákarnir

Þjóðverjum á morgun klukkan 0800 að íslenskum tíma í leik um 15. sætið. Þjóðverjar hafa líkt og við tapað öllum sínum leikjum og er það ótrúlegt, því liðið er vel mannað og er meðalhæð þeirra um 20 cm hærri en Íslenska liðið.

Því miður þurfa tveir leikmenn að yfirgefa liðið í fyrramálið og er það grátlegt, en þeir eru að fara í æfingabúðir á Grikklandi. Þetta eru þeir Arnþór Freyr Guðmundsson og Þorgrímur Guðni Björnsson.

Síðar í kvöld dæmir Sigmundur Már Herbertsson leik Spánverja og Króata, en leikurinn er í beinni útsendingu á sportstöð hér á spáni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins, gægist hér framhjá tveimur varnarmönum hollenska liðsins í leik liðanna í ágústmánuði 2009. Hollendingar reyndu að klófesta íslenska liðið en höfðu ekki erindi sem erfiði enda vann Ísland góðan sigur 87-75 eftir að hafa leitt með allt að 28 stigum. Jón Arnór var stigahæstur allra leikmanna á vellinum mdð 23 stig.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið