S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
10.8.2006 | 18:32 | OOJ
Draumabyrjun stelpnanna dugði skammt gegn Finnum
Gunnhildur skoraði 10 stig gegn Finnum.
Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega og eftir aðeins 2 mínútur og 25 sekúndur var staðan orðin 10-0 fyrir Ísland. Finnar tóku leikhlé og áður en íslensku stelpurnar áttuðu sig voru heimastúlkur búnar að snúa leiknum. Finnar leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-27, og voru komnar með 27 stiga forskot fyrir hálfleik, 22-49. Finnar skoruðu síðan 17 fyrstu stig seinni hálfleiks og voru 46 stigum yfir, 26-72, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið átti ágæta spretti í lokaleikhlutanum en á endanum skildu 54 stig liðin að, 35-89. Það er ljóst að eina leiðin er upp á við fyrir íslenska liðið. Stelpurnar töpuðu 42 boltum og klikkuðu á 14 af 20 vítum og það er ljóst að allt liðið þarf að mæta miklu ákveðnara til leiks ef liðið ætlar sér að ná 14. sætinu á mótinu. Ísland mætir þar Austurríki og Portúgal í tveimur leikjum. Íslenska liðið verður líklega án aðalleikstjórnenda síns, Ingibjargar Jakobsdóttur, sem meiddist í leiknum gegn Finnum í kvöld. Ísland spilar við Austurríki á morgun klukkan 16.00 að íslenskum tíma en síðasti leikur liðsins á mótinu er síðan gegn Portúgal á laugardaginn klukkan 12.15 að íslenskum tíma. Gunnhildur Gunnarsdóttir var kosin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum en hún var óstöðvandi á fyrstu tveimur mínútunum þegar að hún skoraði sex fyrstu stig íslenska liðsins. Gunnhildur endaði leikinn með 10 stig og 7 fiskaðar villur en næst henni í stigaskorun var fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir sem skoraði fimm stig. Þess má geta að yngsti leikmaður liðsins, Guðbjörg Sverrisdóttir, skoraði sín fyrstu landsliðsstig í leiknum í kvöld. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Finnum: Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig (7 fiskaðar villur) Hafrún Hálfdánardóttir 5 stig (5 fráköst) Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4 stig (5 fráköst) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 stig (8 fráköst, 2 varin) Ingibjörg Jakobsdóttir 4 stig (3 stoðsendingar á 10 mínútum) Guðbjörg Sverrisdóttir 2 stig (4 stolnir, 2 stoðsendingar) Lóa Dís Másdóttir 2 stig (2 varin) Klara Guðmundsdóttir 2 stig (3 stolnir) Kristín Fjóla Reynisdóttir 2 stig Helena Hólm (7 fráköst) og Salbjörg Sævarsdóttir léku einnig en náðu ekki að skora. |