© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2006 | 13:37 | OOJ
Stelpurnar töpuðu fyrir Írum í fyrsta leik sínum í milliriðli
Hafrún var valin best hjá íslenska liðinu í dag.
Íslenska 16 ára landslið kvenna tapaði með 14 stigum, 59-73, fyrir Írum í fyrsta leik sínum í milliriðli b-deildar evrópumótsins í Jyvaskyla í Finnlandi í dag. Írska liðið hafði forustuna allan tímann en íslenska liðið átti góða kafla í leiknum þar sem stelpurnar sýndu hvað þær eru búnar að læra af þessum fyrstu fjórum leikjum sínum í mótinu. Lilja Ósk Sigmarsdóttir skoraði 19 stig og var stigahæst en Hafrún Hálfdánardóttir var kosin besti leikmaður Íslands af mótshöldurum en fyrirliðinn var með 18 stig og 5 fráköst í leiknum.

Írar skoruðu ekki þriggja stiga körfu gegn Finnum í gær en settu fjórar slíkar á fyrstu sex mínútunum og náðu með þeim frumkvæðinu í leiknum. Írska liðið var sex stigum yfir, 17-23, eftir fyrsta leikhluta og var komið 15 stigum, 28-43, yfir í hálfleik. Lilja Ósk Sigmarsdóttir skoraði 9 stig gegn þremur stigum Íra á fyrstu tveimur mínútum síðari hálfleiks og kom muninum niður í 9 stig, 37-46 en Írar áttu góðan endaprett í þriðja leikhlutanum og voru 18 stigum yfir, 42-60, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið vann fyrstu sex mínútur fjórða leikhluta 10-4 og komu muninum niður í 8 stig, 52-64, en nær komust þær ekki og Írar unnu að lokum með 14 stigum.

Hafrún Hálfdánardóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum en hún var með 18 stig (3 þrista), fimm fráköst og 3 stolna bolta og hefur nú nýtt 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins. Lilja Ósk Sigmarsdóttir var stigahæst með 19 stig, auk 6 frákasta en hún nýtti 8 af 12 skotum sínum í dag. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 8 af 10 stigum sínum af vítalínunni en hún var grimm að sækja upp að körfunni og gerði írsku stelpunum oft illmögulega annað en að brjóta á sér.

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Írlandi í dag:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 19 stig (6 fráköst, hitti úr 8 af 12 skotum)
Hafrún Hálfdánardóttir 18 stig (5 fráköst, 3 stolnir, hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum)
Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig (6 fiskaðar villur)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8 stig (8 fráköst, hitti úr 4 af 6 skotum)
Ingibjörg Jakobsdóttir 4 stig (4 stoðsendingar, 3 stolnir)
Klara Guðmundsdóttir (3 stoðsendingar), Lóa Dís Másdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Helena Hólm, Guðbjörg Sverrisdóttir og Salbjörg Sævarsdóttir spiluðu allar en náðu ekki að skora.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
18 ára stúlknalandslið Íslands sem tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar sumarið 2006. Stelpunum gekk afar vel á mótinu og misstu naumlega af sæti í A-deild.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið