S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
6.8.2006 | 15:52 | SÖA | Yngri landslið
Ísland-Slóvenía U16kv
Ragna Margrét var stiga og frákastahæst með 17 stig og 9 fráköst
Íslensku stúlkurnar eru fjórum stigum undir gegn Slóveníu, 44-48, eftir þrjá leikhluta. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er stigahæst með 13 stig og 7 fráköst, Lilja Sigmarsdóttir kemur henni næst með 11 stig og 7 fráköst. Íslensku stúlkurnar eru einu stigi undir í hálfleik gegn Slóveníu á EM U16kv. Slóvenska liðið er mjög sterkt, en það hefur áður unnið bæði Finna og Búlgari á mótinu. Leikurinn hefur verið nokkuð jafn allan tímann. Íslensku stúlkurnar leiddu leikinn 9-7 eftir tæpra fjögurra mínútna leik. Þær slóvensku skoruðu þá 13 stig gegn 1 íslensku rétt fyrir lok fyrsta leikhluta. Íslensku stúlkurnar tóku sig á og minnkuðu muninn niður í 1 stig, fyrst 30-31 og aftur í 32-33. Seinni hálfleikur hefst innan skamms. Hægt er að fylgjast með leiknum beint á netinu í gegnum heimasíðu mótsins. |