S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
5.8.2006 | 20:51 | OOJ
Stelpurnar áttu ekki svör við stórskyttum Búlgara
Kristín Fjóla Reynisdóttir var valin maður leiksins.
Búlgörsku stelpurnar skoruðu 16 fyrstu stig leiksins og voru 18 stigum, 7-25, yfir eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var mun skárri hjá íslenska liðinu en íslenska liðið var engu að síður 25 stigum undir í hálfleik, 21-46. Íslensku stelpurnar unnu fyrstu 2 mínútur seinni hálfleiks, 4-2, en þá komst búlgarska liðið aftur af stað, var komið 37 stigum yfir eftir þriðja leikhlutann, 36-73. Búlgaría vann leikinn að lokum með 51 stigi, 51-102. Tveir leikmenn búlgarska liðsins skoruðu saman 64 stig og 10 þriggja stiga körfur þar af skoraði önnur þeirra 28 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik. Allar stelpurnar fengu að spreyta sig í leiknum og átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins komust á blað. Annan daginn í röð var það leikmaður af bekknum sem var valinn maður leiksins af mótshöldurum en Kristín Fjóla Reynisdóttir stjórnaði sóknarleik íslenska liðsins af röggsemi og endaði með 4 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Lilja Ósk Sigmarsdóttir fylgdi eftir góðum fyrsta leik og var með 12 stig og 6 fráköst og þá skoraði Ragna Margrét Brynjarsdóttir einnig 12 stig. Lóa Dís Másdóttir skoraði í kvöld sín fyrstu stig fyrir íslenska landsliðið en þurfti síðan að yfirgefa völlinn með fossandi blóðnasir. Lóa Dís er hörkutól og var búinn að ná sér í leikslok. Helena Hólm þurfti einnig að fara meidd af velli, meidd á fingri, en hún skoraði líkt og Ingibjörg Jakobsdóttir 7 stig í leiknum. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Búlgaríu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir 12 stig (6 fráköst, hitti úr 3 af 7 3ja stiga skotum) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 stig (5 fráköst) Ingibjörg Jakobsdóttir 7 stig (3 stoðsendingar) Helena Hólm 7 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir 5 stig Kristín Fjóla Reynisdóttir 4 stig (5 fráköst, 5 stoðsendingar) Lóa Dís Másdóttir 2 stig (4 sóknarfráköst) Hafrún Hálfdánardóttir 2 stig (7 fráköst) Guðbjörg Sverrisdótttir, Klara Guðmundsdóttir og Salbjörg Sævarsdóttir spiluðu allar en skoruðu ekki. Lilja Ósk Sigmarsdóttir er búin að skora 25 stig og taka 12 fráköst í fyrstu tveimur leikjum 16 ára liðsins í Finnlandi. |