© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.8.2006 | 16:29 | hbh | Landslið
Ísland vann stórsigur á Noregi
Hlynur Bæringsson byrjaði inná gegn Noregi í dag.
Ísland vann stórsigur, 90-69, á Noregi á NM karla í Noregi í dag. Ísland leiddi, 68-56, eftir þrjá fjórðunga. Ísland var sex stigum yfir 43-37, í hálfleik. Norðmenn minnkuðu muninn með þriggja stiga körfu í síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Ísland var yfir, 23-19, gegn Noregi eftir fyrsta fjórðung.Ísland hefur leitt leikinn alveg frá upphafi.
Ísland náði síðan 12 stiga forskoti í lok þriðja leikhluta og héldu síðan Norðmönnum í 3 stigum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta en þá leiddu strákarnir 79-59. Sigurinn var aldrei í hættu í lok leiksins og sóknarleikur íslenska liðsins hefur farið batnandi í leikjunum hér á NM. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu í leknum og Axel Kárason spilaði síðustu fjórar mínútur leiksins og gaf eina stoðsendingu og fékk tvær villur í fyrsta landsleiknum sem hann spilar í.

Tölfræði leiksins

Logi Gunnarsson var að vonum ánægður með sigurinn og telur liðið eiga góða möguleika á sigri gegn Dönum á morgun: "Það var mikilvægt að ná okkar fyrsta sigri í mótinu eftir að hafa tapað tveimur hörku leikjum gegn Svíþjóð og Finnlandi. Við höfum bætt okkur með hverjum leik og sýndum það í kvöld að þegar við spilum saman þá erum við erfiðir viðureignar. Við strákarnir erum staðráðnir í að hefna fyrir tvo ósigra gegn Dönum í Evrópukeppninni. Við munum byggja á sigrinum í kvöld og höldum áfram að bæta okkur - ekkert annað en sigur kemur til greina!".

Tölur úr leiknum:
Jakob Sigurðarson 16 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending
Logi Gunnarsson 16 stig, 1 frákast, 3 stoðsendingar
Magnús Þór Gunnarsson 12 stig, 1 frákast, 1 stoðsending
Helgi Magnússon 9 stig, 1 frákast, 1, stoðsending
Jón Nordal Hafsteinsson 8 stig , 4 fráköst
Páll Axel Vilbergsson 7 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar
Sigurður Þorvaldsson 7 stig, 2 fráköst
Friðrik Erlendur Stefánsson 6 stig, 3 fráköst
Egill Jónasson 4 stig, 5 fráköst, 1 stoðsending
Hlynur bæringsson 3 stig, 11 fráköst, 3 stoðsendingar
Arnar Freyr Jónsson 2 stig, 1 frákast, 1 stoðsending
Axel Kárason 1 stoðsending, 2 villur.

Egill Jónasson gladdi áhorfendur með rosalegri "alley oop" körfu í fyrri hálfleik eftir glæsilega sending frá Páli Axel. Við munum reyna að koma myndum af troðslunni á netið síðar.

Síðasti leikur íslands á NM 2006 verður á morgun laugardag 5. ágúst kl. 10.30 að íslenskum tíma, en leikurinn er úrslitaleikur um bronsverðlaunin á mótinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
UMFN og KR mættust í Bikarúrslitaleiknum í 10. flokki karla 2008 á Bikarúrslitahelginni sem haldin var í Keflavík. UMFN vann 77-53 og var Valur Orri Valsson sem er hér til vinstri valin maður leiksins. Með honum að taka við bikarnum er Oddur Birnir Pétursson en þeir eru fyrirliðar Njarðvíkur. Feður þeirra beggja, Valur og Pétur, léku lengi með Njarðvík á sínum yngri árum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið