© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.8.2006 | 16:43 | OOJ | Yngri landslið
Stelpurnar í 16 ára liðinu fljúga til Finnlands á morgun
Stelpurnar i íslenska 16 ára landsliðinu
Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna fara á morgun til Jyväskylä í Finnlandi þar sem b-deild evrópukeppninnar fer fram í ár. Íslenska liðið er í riðli með Finnlandi, Búlgaríu og Slóveníu og spilar sinn fyrsta leik sinn gegn gestgjöfum Finna á föstudaginn klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Á undan leiknum verður opnunarhátíð mótsins. Þetta er í þriðja skiptið sem Ísland sendir lið til leiks í Evrópukeppni 16 ára landsliða kvenna en fjórir leikmenn liðsins voru með í sömu keppni fyrir ári síðan. Stelpurnar ellefu sem skipa íslenska hópinn hafa æft vel undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar að undanförnu og eru tilbúnar í slaginn.

Alls taka sauttán þjóðir þátt í b-deild evrópukeppninnar að þessu sinni en sextán þjóðir spila í a-deildinni sem fer á sama tíma fram í Kosice i Slóvakíu. Liðunum sautján er skipt niður í fjóra riðla, þrjá með fjórum liðum og einn með fimm liðum. Efstu tvær þjóðirnar í hverjum riðli komast í milliriðilinn þar sem barist er um sæti 1 til 8 en hinar þjóðirnar fara niður í milliriðila þar sem barist er um sæti 9 til 17.

Fjórar stelpur tók þótt í evrópukeppni 16 ára liða í Eistlandi fyrir ári síðan en íslenska liðið endaði þá í 15. sæti. Þeir leikmenn sem búa að þeirri reynslu eru þær Hafrún Hálfdanardóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Kristín Fjóla Reynisdóttir. Tveir leikmenn liðsins, Lóa Dís Másdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir, munu hinsvegar leika sína fyrstu landsleiki í þessu móti. Þær Lóa Dís og Guðbjörg voru ekki með á Norðulandamótinu í maí en Guðbjörg er yngsti leikmaður liðsins að þessu sinni.

Leikir íslenska liðsins í Finnlandi:

- Riðlakeppnin -
Ísland-Finnland Föstudagur 4. ágúst Kl.17.15
Ísland-Búlgaría Laugardagur 5. ágúst Kl.17.15
Ísland-Slóvenía Sunnudagur 6. ágúst Kl.15.00
- Milliriðlar -
8., 9. og 10. ágúst.
- Leikir um sæti -
11., 12. og 13. ágúst.


Íslenska 16 ára landsliðið:

- Bakverðir -


Guðbjörg Sverrisdóttir
Lið: Haukar
Aldur: 14 ára
Hæð: 175 sm
Unglingalandsleikir/Stig: Nýliði
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði


Gunnhildur Gunnarsdóttir
Lið: Snæfell
Aldur: 16 ára
Hæð: 173 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 4/6 (1,5)
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði


Ingibjörg Jakobsdóttir
Lið: Grindavík
Aldur: 16 ára
Hæð: 173 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 17/46 (2,7)
Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/23 (2,9)


Klara Guðmundsdóttir
Lið: Haukar
Aldur: 16 ára
Hæð: 177 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 4/22 (5,5)
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði


Kristín Fjóla Reynisdóttir
Lið: Haukar
Aldur: 16 ára
Hæð: 175 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 12/12 (1,0)
Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/8 (1,0)


Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Lið: Grindavík
Aldur: 16 ára
Hæð: 176 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 4/24 (6,0)
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði

- Framherjar -


Hafrún Hálfdánardóttir
Lið: Hamar
Aldur: 16 ára
Hæð: 182 sm
Unglingalandsleikir/Stig:17/93 (5,5)
Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/48 (6,0)


Helena Brynja Hólm
Lið: Haukar
Aldur: 16 ára
Hæð: 175 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 4/4 (1,0)
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði


Lóa Dís Másdóttir
Lið: Kormákur
Aldur: 15 ára
Hæð: 178 sm
Unglingalandsleikir/Stig: Nýliði
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði

- Miðherjar -


Ragna Margrét Byrnjarsdóttir
Lið: Haukar
Aldur: 16 ára
Hæð: 187 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 17/79 (4,6)
Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/25 (3,1)


Salbjörg Sævarsdóttir
Lið: Kormákur
Aldur: 15 ára
Hæð: 184 sm
Unglingalandsleikir/Stig: 4/2 (0,5)
Leikir/Stig í evrópukeppni: Nýliði

Fararstjórnin:


Þjálfari 16 ára liðsins er Yngvi Gunnlaugsson og honum til aðstoðar er Óskar Ó. Jónsson. Sjúkraþjálfari liðsins er Sólveig Steinþórsdóttir og fararstjóri er Dagbjört Leifsdóttir. Með í för er einnig FIBA-dómarinn Björgin Rúnarsson.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þeir félagar Haukur Helgi Pálsson og Haukur Óskarsson, leikmenn U18 liðsins í myndatöku fyrir NM 09. Þeir urðu stigahæstu leikmenn liðsins á mótinu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið