© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.7.2006 | 7:42 | OOJ | Yngri landslið
Svekkjandi tap fyrir Portúgal í miklum spennuleik
Sigrun Amundadottir stod sig mjog vel gegn Portugal.
Stelpurnar í 18 ára landsliðinu töpuðu með tveimur stigum fyrir Portúgal, 58-60, í öðrum leik sínum í úrslitariðlinum á evrópumótinu í Chieti á Ítalíu, eftir að hafa haft forustuna nánast allan leikinn. Ísland átti boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir og brotið var á Helenu Sverrisdóttur í 3ja stiga skoti. Dómararnir dæmdu villu en gàfu ekki skot og flautuðu þess í stað leikinn af íslenska hópnum til mikillar furðu. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 19 stig þar af öll 8 stig íslenska liðsins í fjórða leikhlutanum.

Ísland hafði forustuna nánast allan leikinn, komst í 7-0, leiddi, 19-15, eftir fyrsta leikhluta og hafði sex stiga forustu í hálfleik, 33-27. Portúgal minnkaði muninn í tvo stig í upphafi seinni hálfleiks en góður 13-4 kom íslenska liðinu 11 stigum yfir, 50-39, þegar 1:30 var eftir af þriðja leikhluta. Þa tók við mjög slæmur kafli þar sem íslenska liðið skoraði ekki í heilar sjö mínútur. Portúgalar, minnkuðu muninn í sjö stig, 50-43, fyrir leikhlutaskiptin og komust loks yfir 50-52 þegar 4:30 voru eftir af leiknum. Við tóku siðan æsispennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að skora en Portúgalir voru þó alltaf fyrri til að komast yfir.

Portúgalir skoruðu sigurkorfuna 4 sekúndum og 74 sekúndubrotum fyrir leikslok og Unndór Sigurðsson þjálfari tók strax leikhlé. Íslenska liðið tók boltann inn á miðjunni, Helena Sverrisdóttir fékk boltann og reyndi 3ja stiga skot en það var brotið á henni og villa dæmd. Dómarinn gaf fyrst tvo skot en hætti síðan við þar sem hann taldi að íslenska liðið hafði verið komið í bónus. Íslenski hópurinn mótmælti ákaft en ákvörðuninni var ekki haggað og Portúgölsku stelpurnar fögnuðu sigri.

Ísland hefur þar með tapað þremur leikjum í röð gegn Portúgal með tveimur stigum hjá 18 ára landsliði kvenna og allir hafa þeir verið spilaðir á einu ari. Íslenska liðið tapaði tvisvar fyrir Portúgal og Evrópumótinu í Bosniu í fyrra. Allir hafa þessir leikir þróast eins, íslenska liðið með forustuna allan tímann en Portúgal hefur siðan ávallt stolið sigrinum í lokin.

Atkvæðamestar í íslenska liðinu:
Helena Sverrisdóttir 19 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar)
Ingibjorg Elva Vilbergsdóttir 12 stig
Bryndís Guðmundsdóttir 10 stig (8 fráköst, 3 stoðsendingar)
Sigrún Ámundadóttir 7 stig (9 f fráköst, 3 stolnir)
Margrét Kara Sturludóttir 6 stig (11 fráköst, 3 stoðsendingar)
María Ben Erlingsdóttir 4 stig

Næsti leikur er gegn Makedóníu í dag klukkan 15.15 að íslenskum tima en síðan tekur við frídagur áður en stelpurnar spila tvo síðustu leikina við Finna og Íra.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristófer Acox, leikmaður KR og íslenska U16 ára landsliðsins, var í úrvalsliði U16 ára á Norðurlandamótinu 2009.
Hér er hann ásamt hinum leikmönnunum sem voru í úrvalsliðinu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið