S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
23.7.2006 | 16:08 | fararstjori
Ísland vinnur sinn annan leik í A-deild
Hörður Axel átti stórleik gegn Slóvenum
Slóvenar eru með tvær stjörnur innan sinna raða og var mikil áhersla lögð á að stoppa þá tvo. Hörður Axel Vilhjálmsson og Þröstur Jóhannsson fengu það erfida verkefni og leystu það frábærlega. Samtals skoruðu þessir tveir snillingar Slóvena 19 stig. Eftir jafnan fyrri hálfleik var seinni hálfleikur eign íslenska liðsins. Slóvenar reyndu hin og þessi varnarafbrigði en ekkert stöðvaði strákana þennan daginn. Hörður Axel for svo sannarlega á kostum og slefuðu margar njásnarar í stúkunni, en þeir eru í tugatali hér á mótstað að leita að framtídarstjörnum sinna liða. Strákurinn gerði 30 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Brynjar Björnsson og Hjörtur Einarsson skoruðu mikilvægar körfur til að klára leikinn og Hörður Helgi Hreiðarsson er óðum að ná sér af meidslum á höfði og átti skínandi leik eins og allir í liðinu. Stig Íslands: Hörður Axel 30, Hjörtur 13, Þröstur Jóhannsson 12, Brynjar Björnsson 11, Sigurður Þorsteinsson 8, Hörður Helgi 6, Emil Jóhannsson 3. |