© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2006 | 19:54 | OOJ
Stelpurnar unnu 21 stigs sigur à Makedoniu
Margret Kara atti godan leik i dag.
Íslenska 18 ára landslið kvenna er komið á sigurbraut í evrópukeppninni í Chieti eftir 21 stigs sigur, 78-57, á Makedóníu í öðrum leik sínum á mótinu í dag. Íslensku stelpurnar voru með 11 stiga forskot í hálfleik, 33-22, en gerðu endanlega út um leikinn med því að skora 19 fyrstu stig seinni hálfleiks og eftir það var aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest med 27 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Makedónía hélt sér inn í leiknum fram eftir öllum fyrri hálfleik, Ísland var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 17-11 og var komið 11 stigum yfir eftir að hafa unnið síðustu tvær mínútur hálfleiksins, 8-3. Byrjunin á seinni hálfleiknum var siðan fràbær þar sem Makedónska liðið var stigalaust í heilar fimm mínútur. Íslensku stelpurnar skoruðu á sama tima 19 stig og breyttu stöðunni úrr 33-22 í 52-22. Makedónía gafst ekki upp og átti góðan sprett í fjórða leikhlutanum og náði að minnka muninn niður í 8 stig, 62-54, en 9 íslensk stig í röð gulltryggðu sigurinn sem var í lokin upp í 21 stig, 78-57.

Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í leiknum (27 stig, 13 fráköst, 13 fiskaðar villur og 8 stoðsendingar) og er ásamt Maríu Ben Erlingsdóttur meðal stigahæstu leikmanna mótsins eftir tvo fyrstu dagana. María Ben skoraði 17 stig gegn Makedóníu og báðar hafa þær skorað yfir 20 stig að meðaltali í mótinu til þessa. Margrét Kara Sturludóttir klikkadi ekki á skoti í leiknum og var með 13 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta en þessi yngsti leikmaður liðsins hefur átt skemmtilega innkomu í báða leikina á mótinu.

Afmælisbarnið Bryndís Guðmundsdóttir var með 12 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum à 18 ára afmælisdeginum. í matnum eftir leikinn var sunginn afmælissöngurinn fyrir hana a íslensku, ítölsku, portúgölsku og ensku sem er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi.

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Makedóníu:
Helena Sverrisdóttir 27 stig (13 fráköst, 8 stoðsendingar)
María Ben Erlingsdóttir 17 stig
Margrét Kara Sturludóttir 13 stig (10 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolnir boltar)
Bryndís Guðmundsdóttir 12 stig (7 fráköst og 4 stoðsendingar)
Sigrún Ámundadóttir 3 stig (7 fráköst)
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig (2 stoðsendingar, 11 mínutur, á við meiðsli að stríða)
Berglind Anna Magnúsdóttir 2 stig (4 fráköst, 2 stolnir)
Unnur Tara Jónsdóttir 2 stig (3 stolnir)

Ísland mætir Lettlandi í lokaleik sinum í riðlinum klukkan 17.30 að íslenskum tíma en íslenska liðið þarf að vinna til þess að komast áfram í milliriðil.Bryndís Guðmundsdóttir er 18 ára gömul í dag og það var sunginn afmælissöngurinn fyrir hana á íslensku, ítölsku, portúgölsku og ensku í kvöld.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Logi Gunnarsson skorar yfir tröllið Alvin Jones frá Lúxemburg 13. september 2006 í Reykjanesbæ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið