S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
22.7.2006 | 19:23 | fararstjori | Yngri landslið
Lettar betri í kvöld
Strákarnir í U18 hófu leik í milliriðli í kvöld og máttu þola tap fyrir öflugum Lettum, 78-98. Lettar sýndu skemmtileg tilþrif oft á tíðum og eiga nokkra frábæra bakverði sem fóru oft illa með okkar stráka.
Munurinn var 13 stig í fjórða leikhluta en í lokin bættu Lettar við muninn. Einn af bakvarðarsveitinni þeirra gerði 33 stig og réðu okkar strákar ekkert við kauða. Hittni þeirra var með afbrigðum góð og kunna þeir að hreyfa sig án boltans. Jafnræði var með liðunum inni í teig og er ekki oft sem íslenska liðið þarf að játa sig sigrað í hröðum og skemmtileik þar sem bakverðirnir eru í aðalhlutverki. Brynjar Björnsson fór fyrir strákunum í sókninni með 21 stig og komu þeir Þröstur Jóhannsson, Hjörtur Einarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson næstir þar á eftir með 14 hver. Hörður Axel er ennþá að glíma við meiðsli á hné og var með 11 tapaða bolta og á íslenska liðið hann inni. Strákurinn hefur engu að síður vakið athygli á mótinu og hafa komið fyrirspurnir frá háskólum í Bandaríkjunum. |