© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.7.2006 | 18:58 | bjarnig
Sigur gegn Írum í framlengingu
Steingrímur átti góðan leik í dag
U20 ára liðið vann Íra 99-89 í dag eftir framlengdan leik. Staðan að venjulegum leiktíma loknum var 77-77. Jóhann Árni Ólafsson var gríðarlega öflugur hjá okkar mönnum og gerði 36 stig en Steingrímur Gauti Ingólfsson átti einnig frábæra innkomu af bekk en hann gerði 16 stig.

Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og komst í 12-2 en það var eins og eitthvað kæruleysi gripi um sig og írar gengu á lagið, og voru komnir yfir 20-25 eftir fyrsta leikhluta. Forskot íra var orðið 8 stig þegar strákarnir áttu fínan lokasprett og þeir minnkuðu muninn í 1 stig fyrir hlé, 43-44.

Síðari hálfleikurinn var eins og stærsti hluti fyrri hálfleiks. Írar skrefinu á undan og það var fyrst og fremst varnarleikur okkar manna sem var ekki nægilega góður. Írar höfðu 9 stiga forskot þegar fjórði leikhluti fór af stað og ekki seinna en vænna fyrir okkar menn að herða vörnina.
Lokaspretturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Pavel fékk sína fimmtu villu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jóhann og Steingrímur settu sitt hvorn þristinn með stuttu millibili og Kristján kom okkar mönnum einu stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Írar svöruðu en Vésteinn kom íslenska liðinu aftur yfir 77-76 og tæplega hálf mínúta eftir. Írar fengu svo hraðupphlaup og Vésteinn braut af sér og fékk dæmda óíþróttamannslega villu öðru sinni í leiknum og þar af leiðandi brottvísun. Írar hittu úr öðru vítinu og tókst svo ekki að skora og okkar menn fengu boltann þegar 2 sekúndur voru eftir og Ísland tók leikhlé. Kristján fékk svo lokaskotið sem geigaði og því framlengt.

Í framlengingunni má segja að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum. Á fimm mínútum gerðu strákarnir 22 stig gegn 12 stigum íra. Steingrímur og Kristján settu sitthvorn þristinn sem kom Íslandi sex stigum yfir og þeir Kristján og Jóhann settu svo aðra tvo með stuttu millibili og gerðu endanlega út um vonir íra.
Baráttusigur því í höfn þar sem góðu kaflarnir voru reyndar of fáir, en góður endasprettur og frábær leikur í framlengingu skiluðu sigri og öðru sæti í milliriðlinum.

Þessi staða þýðir að Ísland mætir Hollandi í krossspili um 9. til 12. sæti. Sigurvegarinn úr því einvígi spilar um 9. sætið við sigurvegarann úr viðureign Portúgal og Svíðþjóðar, en liðin sem tapa mætast um 11. sætið.

Tölfræði Íslenska liðsins: Jóhann Árni 36 stig (7/12 2ja, 4/7 3ja, 10/12 víti, 7 fráköst), Steingrímur Gauti 16 stig (2/3 2ja, 3/4 3ja, 3/4 víti), Kristján 15 stig (3 stoð), Pavel 13 stig (12 fráköst), Darri 8 stig (5 fráköst, 3 stoð), Alexander 7 stig (7 fráköst, 3 stoð), Vésteinn 4 stig. Elvar og Birgir léku einnig án þess að skora.

Á morgun eiga strákarnir frí og hvíla sig fyrir lokasprettinn. Á laugardag er leikið við Holland og hefst leikurinn kl 19:45 að íslenskum tíma en strákarnir eiga harma að hefna frá í fyrsta leik mótsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helga Þorvaldsdóttir KR lék sinn 50. landsleik gegn Englandi í Smáranum í Kópavogi 21. maí 2005 og fékk við það tækifæri afhent gullúr og blómvönd frá KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið