© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2006 | 23:26 | bjarnig | Yngri landslið
Portúgalar erfiðir heim að sækja
Pavel Ermolinski í leik með U20
Íslenska landsliðið undir 20 ára tapaði í dag fyrir heimamönnum í Portúgal. Íslensku strákarnir byrjuðu af krafti og kom barrátta þeira og leikgleði heimamönnum greinilega á óvart og þegar Ísland var komið í 7-0 ákvað Portúgalski þjálfarinn að tími væri kominn til að stoppa þetta "run" hjá okkur og tók leikhlé. Íslensku strákarnir héldu áfram sömu baráttu allann fyrri háfleikinn og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-22. Allt var í járnum í öðrum leikhlutanum en að lokum fór svo að Portúgalar leiddu í hálfleik 41-35 í fjórðung þar sem boltinn vildi hreinlega ekki ofaní hjá íslensku strákunum.

Pavel var langbesti leikmaður Íslands í dag með 19 stig og 13 fráköst en það sem meira er að hann hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, 2 af 2 í tveggja stiga skotum og 3 af 3 í þriggja stiga en klikkaði því miður á tveimur vítum hitti úr 6 af 8. Kristján átti stórkostlega byrjun í leiknum skoraði 12 stig í fyrsta leikhluta þar sem hann var með 100% í tveggja stiga skotum og 50% í þriggja stiga skotum en lenti því miður í villuvandræðum eins og oft áður og náði sér ekki á strik eftir það. Alexander Dungal kom sterkur inn eftir frekar rólega leiki hérna úti.

Stigaskor íslenska liðsins: Pavel 19, Kristján 12, Alli 9, Jói 8, Elvar 7, Darri 4, Steini 2.

Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Írlandi og er hann klukkan 15:15 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum á heimasíðu FIBAEurope. Sigur í þeim leik þýðir að Ísland spilar um 9. - 12. sæti á mótinu en töpum við þá munum við spila um 13. - 16. sæti.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  A-landslið kvenna, silfurlið mótsins, í verðlaunaafhendingu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið