© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.7.2006 | 9:33 | bjarnig | Yngri landslið
Riðlakeppni lokið í Portúgal
Danni spilar hörkuvörn
Ísland kláraði riðlakeppnina án sigurs þegar ísland tapaði fyrir Finnlandi 61-100. Leikurinn skipti engu máli því aðrir leikir í riðlinum fóru þannig að Ísland yrði alltaf í 4. sæti í riðlinum. Eins og í fyrri leikjunum var íslenska liðið í villuvandræðum og setti það mark á leikinn.

Einungis tveir leikmenn íslenska liðsins skoruðu meira en 10 stig í leiknum Kristján með 20 stig og Jóhann með 13 stig. Pavel var með 10 fráköst, Alexander 7 og Birgir 6. Enn og aftur voru það tapaðir boltar sem settu stórt strik í stigareikningin þar sem Ísland var með 28 á móti 10.

Í milliriðlinum mætum við Írlandi, Slóvakíu og heimamönnum Portúgölum. Leikir Portúgalska liðsins hafa verið sýndir beint í sjónvarpi svo líkur eru á að íslenska liðið gæti verið á leið í sjónvarpsleik hér í Portúgal.

Í dag er frídagur og verður hann notaður í slökun og endurskipulagningu á leik íslenska liðsins. Næsti leikur er á morgunn kl. 15:15 að íslenskum tíma á móti Slóvakíu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið