S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
30.5.2006 | 10:54 | OOJ
Bandarískur háskólaboltaþjálfari á leiðinni til Íslands
Jeff Lamere er á leiðinni til Íslands í næstu viku.
"Ég er ótrúlega spenntur fyrir því að vera á leiðinni til Íslands og þetta verður örugglega mjög skemmtileg ferð. Gústi er búinn að koma fjórum sinnum til mín til Duke og það er gaman að geta einu sinni launað honum greiðann og hjálpað honum í hans búðum. Ég kynntist Gústa vel þegar hann kom til okkar og hann hefur í þessum ferðum frætt mig um íslenskan körfubolta. Nú fæ ég tækifæri til þess að koma sjálfur og sjá með eigin augum hvað er að gerast í körfunni á Íslandi," sagði Jeff Lamere í gærkvöldi um fyrirhugaða ferð sína til Íslands. Það má finna meiri upplýsingar um Jeff Lamere á heimasíðu VCU Rams en hann hefur auk Duke og VCU þjálfað hjá Delaware-skólanum. Lamere hefur mjög sterk tengsl við Duke, er sjálfur útskrifaður úr skólanum og var yfirmaður körfuboltamála í Duke frá 1997 til 2002. Lamere hefur líka mikla reynslu af Körfuboltabúðum og rak hinar virtu Körfuboltabúðir í Duke í sex ár. Þær búðir eru mjög vinsælar og sem dæmi er alltaf uppselt í búðirnar eitt ár fram í tímann. |