S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
28.5.2006 | 15:23 | OOJ
16 ára strákarnir tryggðu sér bronsið með þriðja sigrinum í röð
Sigmar fór hamförum í fjórða leikhlutanum.
Íslenska liðið byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 18-7 eftir 7 mínútna leik en afar slæmur kafli síðustu þrjár mínútur leikhlutans tapaðist, 0-13. Norðmenn voru því yfir eftir 1. leikhlutann, 18-20. Íslenska liðið tók aftur frumkvæðið í 2. leikhluta og komst í 32-24 en annar slæmur endakafli gerði það að verkum að Norðmenn voru yfir í hálfleik, 32-33. Norðmenn héldu forskotinu í 3. leikhlutanum og voru yfir, 52-49, fyrir lokaleikhlutann. Ingi Þór Steinþórsson lét strákanna pressa í upphafi fjórða leikhlutans með góðum árangri og þeir skoruðu 12 fyrstu stig fjórða leikhlutans og komust 61-52 yfir. Norðmenn voru ekkert á því að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn en íslenska liðið hélt út og fagnaði þriðja sigri sinum í röð. Allir leikirnir hafa verið jafnir og spennandi og strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára þrjá mjög spennandi leiki í röð. Það var aðeins naumt þriggja stiga tap í fyrsta leiknum gegn Finnum hélt strákunum frá úrslitaleiknum. Sigmar Björnsson fór heldur betur í gang í fjórða leikhlutanum gegn Norðmönnum þegar hann skoraði öll 18 stigin sín en Ísland vann leikhlutann 27-20 og skoraði því allt norska liðið aðeins tveimur stigum meira en Sigmar síðustu tíu mínútur leiksins. Sigmar skoraði 10 þessarra stiga í 12-0 kaflanum fyrstu 2 mínútur leikhlutans. 16 ára karlar, leikur um 3. sætið: Ísland-Noregur 76-72 (18-20, 32-33, 49-52) Stig Íslands: Sigmar Björnsson 18, Snorri Páll Sigurðsson 16, Örn Sigurðarson 14, Hjörtur Halldórsson 11, Baldur Ragnarsson 6, Þorgrímur Björnsson 5, Pétur Jakobsson 3, Víkingur Ólafsson 3. |