S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
27.5.2006 | 17:49 | OOJ
Dramatískur sigur tryggði sæti í úrslitaleiknum
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék mjög vel í dag gegn Dönum - mynd: SÖA
Leikurinn leit ekkert alltof vel út í lok þriðja leikhluta þegar fyrirliði og lykilmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir fékk sína fimmtu villur en tvær síðustu villur hennar í leiknum voru vafasamir ruðningsdómar. Íslensku stelpurnar sýndu mikinn styrk og mikinn karkater hvernig þær brugðust við að missa Helenu og unnu síðustu tíu mínúturnar án hennar með 8 stigum, 18-10, og sýndu að í liðinu býr bæði mikil breidd sem og baráttuvilji þótt í móti blássi. Danir voru annars með frumkvæðið allan leikinn, komust í 0-8 og 2-12 og voru með sex stiga forskot, 14-20, eftir fyrsta leikhlutann. Danir komu muninum upp í 10 stig í hálfleik, 23-33, en íslenska liðið minnkaði forskotið í 6 stig, 46-52, fyrir lok þriðja leikhlutans og jafnaði síðan leikinn í 52-52 þegar 7 mínutur voru eftir. Þá kom annar góður kafli hjá Dönum sem voru komnir fimm stigum yfir, 55-60, þegar 4 mínútur voru eftir. Bára Bragadóttir, sem hafði aðeins spilað í 8 mínútur í leiknum kom þá inn á þegar 3 mínútur og 54 sekúndur voru eftir. Bára skoraði næstu 8 stig leiksins, þriggja stiga körfu, tveggja stiga körfu og setti auk þess niður 3 víti og kom íslenska liðinu þremur stigum yfir, 63-60, þegar 38 sekúndur voru eftir. Danir minnkuðu muninn í eitt stig en Bryndís Guðmundsdóttir setti annað víta sinna niður og íslenska liðið náði síðan að stoppa lokasókn Dana og tryggja sér sigur og sæti í úrslitaleiknum. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir átti mjög góðan leik, áræðin í vörn og sókn en jafnframt skynsöm þegar hún spilaði allan seinni hálfleikinn með fjórar villur. Bryndís Guðmundsdóttir var einnig traust og Bára átti frábæra innkomu síðustu fjórar mínútur leiksins. 18 ára kvenna Ísland-Danmörk 64-62 (14-20, 23-33, 46-52) Stig Íslands: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 19(hitti 9 af 14 skotum, 4 stoðsendingar), Bryndís Guðmundsdóttir 14 (4 stolnir, 4 stoðsendingar), Bára Bragadóttir 8 (12 mínútur), María Ben Erlingsdóttir 8 (8 fráköst), Helena Sverrisdóttir 8 (4 stolnir, 4 stoðsendingar), Margrét Kara Sturludóttir 4 (11 fráköst, 5 stolnir, 4 stoðsendingar), Unnur Tara Jónsdóttir 3 (4 fráköst, 2 stolnir á 10 mínútum). |