© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.5.2006 | 14:00 | OOJ
16 ára lið kvenna spilar tvo leiki á föstudaginn
Hafrún Hálfdánardóttir fyrirliði U-16 liðsins
Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Sextán ára landsliðið stelpna hefur leik gegn Dönum klukkan 18.00 í kvöld eða kvöld sama dags og liðið kemur til Svíþjóðar. Það verður nóg að gera hjá stelpunum fyrstu þrjá daganna því liðið spilar meðal annars tvo leiki á föstudaginn, klukkan 7.00 um morguninn að íslenskum tíma gegn Noregi og tólf tímum síðar spilar liðið síðan við Finna.

Fimm leikmenn liðsins voru með 16 ára landsliðinu í fyrra, Grindvíkingarnir Alma Rut Garðarsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, Haukastúlkurnar Kristín Fjóla Reynisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Hamarsstúlkan Hafrún Hálfdánardóttir. Kristín Fjóla var bara með í evrópukeppninni en hinar fjórar léku alla þrettán leiki 16 ára liðsins síðasta sumar. Liðið er án Írisar Sverrisdóttur, sem var fyrirliði 16 ára liðsins í fyrra en er enn að ná sér af erfiðum hnémeiðslum.

Flestir leikmenn liðsins koma frá Haukum eða alls fjórar stelpur en þrír leikmenn koma frá Íslandsmeistaraliði Grindavíkur. Alls eiga sjö félög leikmenn í liðinu.

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 24. maí 18:00 Ísland-Danmörk
Fimmtudagur 25. maí 16:30 Ísland-Svíþjóð
Föstudagur 26. maí 7:00 Ísland-Noregur
Föstudagur 26. maí 19:00 Ísland-Finnland
Á sunnudeginum er síðan leikið um sæti

16 ára landslið kvenna á Norðurlandamótinu 2006

- Bakverðir -

Alma Rut Garðarsdóttir Grindavík 179sm


Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell 173sm


Ingibjörg Jakobsdóttir Grindavík 173sm


Klara Guðmundsdóttir Haukar 177sm


Kristín Fjóla Reynisdóttir Haukar 175sm


Lilja Ósk Sigmarsdóttir Grindavík 176sm

- Framherjar -

Guðný Gígja Skjaldardóttir Hörður 175sm


Hafrún Hálfdánardóttir Hamar 182sm


Helena Brynja Hólm Haukar 175sm

- Miðherjar -

Hugrún Eva Valdimarsdóttir Skallagrímur 183sm


Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukar 187sm


Salbjörg Ragna Sævarsdóttir Kormákur 184sm

Yngvi Gunnlaugsson þjálfar liðið en þetta er fyrsta landsliðið sem hann þjálfar. Yngvi er aðstoðarþjálfari hjá Íslandsmeistaraliði Hauka og var aðstoðarþjálfari 16 ára liðsins á síðasta ári.

16 ára landslið kvenna á NM
2003 (1986) - 4. sæti
2004 (1988) - 1. sæti
2005 (1989) - 4. sæti

Gengi 16 ára landsliðs kvenna gegn þjóðum
Danmörk - (4 leikir) 1 sigur og 3 töp, 25%
Finnland - (4 leikir) 1 sigur og 3 töp, 25%
Noregur - (3 leikir) 3 sigrar og 0 töp, 100%
Svíþjóð - (4 leikir) 1 sigur og 3 töp, 25%
Samtals: 15 leikir, 6 sigrar, 9 töp, 40%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik ÍBK og Hauka í Keflavík árið 1983.  Birgir Guðbjörnsson, Viðar Vignisson, Ívar Webster og Tim Higgins.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið