© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.5.2006 | 12:00 | OOJ
18 ára lið kvenna mætir gestgjöfum Svía strax í fyrsta leik
Helena Sverrisdóttir fyrirliði U-18 liðsins
Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Átján ára landsliðið stelpna hefur leik gegn gestgjöfum Svía klukkan 16.00 í dag eða skömmu eftir að liðið kemur til Svíþjóðar. Þessar þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik mótsins fyrir tveimur árum þegar þessar stelpur spiluðu fyrir 16 ára landslið Íslands og Svíþjóðar.

1988-árgangurinn varð Norðurlandameistari hjá 16 ára liðum fyrir tveimur árum og margir af strákunum spiluðu stór hlutverk í fyrra þegar 18 ára liðið náði 2. sætinu. Ísland hefur unnið Norðurlandameistaratitil í öllum landsliðum nema hjá 18 ára stelpum og möguleikinn hefur líklega aldrei verið meiri en einmitt núna.

Fjórir leikmenn liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og María Ben Erlingsdóttir, munu setja leikjamet á Norðurlandamótinu með hverjum leik sem þær spila en allar hafa þær verið með síðustu þrjú ár og leikið alls 15 landsleiki á mótinu. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 373 stig í þessum 15 leikjum eða 24,9 stig að meðaltali í leik og hún er langstiga hæsti íslenski leikmaðurinn á Norðurlandamótinu.

Flestir leikmenn liðsins koma úr liði Keflavíkur eða alls sex en fimm leikmenn koma úr Íslandsmeistaraliði Hauka. Blikinn Ragnheiður Theodórsdóttir hefur síðan á síðustu tveimur árum spilað bæði með liði Keflavíkur og liði Hauka. Þessi þrjú félög eru þau einu sem eiga leikmenn í liðinu.

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 24. maí 16:00 Ísland-Svíþjóð
Fimmtudagur 25. maí 14:30 Ísland-Noregur
Föstudagur 26. maí 13:00 Ísland-Finnland
Laugardagur 27. maí 7:00 Ísland-Danmörk
Á sunnudeginum er síðan leikið um sæti

18 ára landslið kvenna á Norðurlandamótinu 2006

- Bakverðir -

Bára Bragadóttir Keflavík 165 sm


Helena Sverisdóttir Haukar 184 sm


Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík 170 sm


Ingibjörg Skúladóttir Haukar 168 sm


Ragnheiður Theodórsdóttir Breiðablik 172 sm

- Framherjar -

Bára Fanney Hálfdanardóttir 180 sm


Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 180 sm


Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Keflavík 174 sm


Margrét Kara Sturludóttir Keflavík 175 sm


Unnur Tara Jónsdóttir Haukar 180 sm

- Miðherjar -

María Ben Erlingsdóttir Keflavík 182 sm


Sigrún Ámundardóttir Haukar 180 sm

Unndór Sigurðsson þjálfar liðið en þetta er fyrsta landsliðið sem hann þjálfar. Unndór er þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem varð í 2. sæti í bæði bikar og deild í vetur.

18 ára landslið kvenna á NM
2003 (1984) - 4. sæti
2004 (1985) - 4. sæti
2005 (1987) - 2. sæti

Gengi 18 ára landsliðs kvenna gegn þjóðum
Danmörk - (4 leikir) 1 sigur og 3 töp, 25%
Finnland - (3 leikir) 1 sigur og 2 töp, 33%
Noregur - (2 leikir) 1 sigur og 1 tap, 50%
Svíþjóð - (4 leikir) 0 sigrar og 4 töp, 0%
Samtals: 13 leikir, 3 sigrar, 10 töp, 23%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Albert Óskarsson og Guðmundur Bragason í leik gegn Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið