© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.5.2006 | 19:45 | OOJ
Fjölnir vann tvo Íslandsmeistaratitla á lokadegi tímabilsins
Frá leikjum helgarinnar. - myndir SÖA
Fjölnir eignaðist tvo Íslandsmeistaratitla, í 9. flokki og unglingaflokki karla, á lokadegi keppnistímabilsins en seinni helgi úrslita Íslandsmóts yngri flokkanna lauk í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Auk sigra Fjölnisliðanna þá urðu Grindavíkurstelpur Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna og Njarðvík vann 11. flokk karla. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í elstu tveimur flokkunum en Fjölnir hafði fyrir leikinn unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla í 11. flokki karla og yngri.

Fjölnir vann 9. flokk karla í annað skiptið þegar liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Haukum, 65-32, í úrslitaleik en Fjölnisstrákarnir urðu einnig bikarmeistarar í vetur þegar þeir unnu Snæfellinga, 72-44. Fjölnir vann þennan flokk einnig árið 2000. Haukar náðu muninum niður í 3 stig í fyrri hálfleik, 23-20, en þá komu 9 Fjölnisstig í röð fyrir hálfleik. Fjölnir yfir í hálfleik, 32-20, og eftir að Fjölnir skoraði 13 fyrstu stig seinni hálfleiks var leikurinn unninn. Haukur Pálsson var atkvæðamestur hjá Fjölni með 18 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta, Arnþór Guðmundsson skoraði 12 stig og Ægir Þór Steinarsson var með 11 stig. Hjá Haukum skoraði Jökull Skúlason mest eða 9 stig auk þess að taka 10 fráköst.

Grindavík varð Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna þrátt fyrir að missa fyrirliða sinn og meistaraflokksleikmann, Ölmu Rut Garðarsdóttur, á sjúkrahús eftir aðeins fimm mínútna leik. Grindavík vann Hauka, 41-40, í úrslitaleiknum eftir að hafa haft þriggja stiga forskot í hálfleik, 22-19. Haukaliðið fékk fjölmörg tækifæri til þess að vinna leikinn, misnotaði meðal annars sex víti á síðustu tveimur mínútum leiksins og Haukastúlkur fengu síðan dæmd á sig bónussvíti fyrir brot undir körfu Grindavíkur þegar aðeins 4 sekúndur voru eftir. Elka Mist Káradóttir skoraði úr öðru vítanna og tryggði Grindavík Íslandsmeistaratitilinn með sínu eina stigi í leiknum. Elka tók við bikarnum í fráföllum fyrirliðans en í upphafi vetrar hafði annar fyrirliði liðsins, Íris Sverrisdóttir, slitið krossbönd. Sú meiðsli Írisar héldu henni frá allt tímabilið. Grindavík vann einnig bikarmeistaratitilinn í mars og hefur unnið sex af sjö titlum í 1990-árganginum eða alla nema Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokknum síðasta vor. Lilja Ósk Sigmarsdóttir var með 17 stig og 6 fráköst hjá Grindavík og Jenný Ósk Óskarsdóttir skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Hjá Haukum var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 13 stig, 20 fráköst og 4 varin skot.

Sigurganga 1989-árgangsins hjá Njarðvík á Íslandsmótinu hélt áfram þegar strákarnir unnu 28 stiga sigur, 80-52, á bikarmeisturum Vals í úrslitaleik 11. flokks karla. Njarðvík hefur þar með unnið titilinn í þessum flokki sex ár í röð. Valur hafði stöðvað margra ára sigurgöngu Njarðvíkur með því að vinna bikarúrslitaleik liðanna, 66-60, í mars. Rúnar Ingi Erlingsson átti frábæran leik með Njarðvík, skorðai 28 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og þá skoraði Elías Kristjánsson 12 stig, tók 11 fráköst og stal 6 boltum. Haraldur Valdimarsson var með 16 stig og 16 fráköst hjá Val og Kristinn R Kristinssson skoraði 15 stig, öll úr þriggja stiga skotum.

Fjölnir endaði daginn eins og félagið byrjaði hann, með því að eignast Íslandmeistara þegar unglingaflokkur félagsins vann 11 stig sigur á bikarmeisturum FSu, 85-74, í úrslitaleiknum sem jafnframt var síðasti opinberi leikur keppnistímabilsins 2005-2006. FSu byrjaði mun betur, komst í 10-0 og 15-5, og hafði þriggja stiga forskot í hálfleik, 41-38. Fjölnir skoraði hinsvegar 17 stig í röð í þriðja leikhlutanum og breytti stöðunni úr 47-43 fyrir FSu í 47-60 fyrir Fjölni. Fjölnir hélt frumkvæðinu síðan út leikinn þrátt fyrir að FSu-liðið hafði náð muninum niður í tvö stig (65-63) með 16-5 spretti í kringum lokaleikhlutaskiptin. Tryggvi Pálsson, sem hefur verið frá næstum allt tímabiliið vegna meiðsla, skoraði 27 stig og tók 13 fráköst hjá Fjölni, Hörður Vilhjálmsson var með 18 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar, Brynjar Þór Kristófersson skoraði 16 stig og tók 10 fráköst og þá var bróðir Tryggva, fyrirliðinn Magnús Pálsson, með 13 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Ragnar Gylfason skoraði 24 stig fyrir FSu, Árni Ragnarsson var með 17 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Alexander Dungal 16 stig og tók 14 fráköst.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Unglingalandslið Íslands sem tók þátt í Evrópukeppninni í Antalya í Tyrklandi árið 1976. Frá vinstri: Steinn Sveinsson, fararstjóri, Örn Þórisson, Fram, Birgir Thorlacius, Fram, Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, Ómar Þráinsson, Fram, Þórir Einarsson, Fram, Pétur Guðmundsson, Val, Þorvaldur Geirsson, Fram, Óskar Baldursson, Breiðabliki, Erlendur Markússon, ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson, Val, Sigurjón Ingvarsson, Fram og Gunnar Gunnarsson, þjálfari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið