S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
23.4.2006 | 18:47 | OOJ
KR vann tvo Íslandsmeistaratitla í Höllinni í dag
9. flokkur kvenna hjá Kormáki tryggði félaginu sínu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hrunamönnum, 52-32, í úrslitaleiknum. Kormákur vann Hauka með 26 stigum í undanúrslitunum, 56-30, og vann því titilinn með sannfærandi hætti. Fyrirliðinn Lóa Dís Másdóttir var stigahæst með 21 stig og 8 fráköst en maður leiksins var Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem var með 17 stig, 14 fráköst, 8 stoðsendingar, 8 stolna bolta og 6 varin skot. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var síðan með 8 stig og 11 fráköst. Elma Jóhannsdóttir var atkvæðamest hjá Hrunamönnum með 16 stig og 13 fráköst. 1990-árgangurinn hjá KR hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann Íslandsmeistaratitil í 10. flokki karla. KR vann Breiðablik, 67-48, í úrslitaleiknum. Pétur Þór Jakobsson gerði út um leikinn með fjórum þriggja stiga körfum á sex mínútum í seinni hálfleik og var stigahæstur í KR-liðinu með 17 stig. Snorri Páll Sigurðsson var með 14 stig og 11 fráköst og þá var Davíð Birgisson með 10 stig og 9 stoðsendingar. Hjörtur Halldórsson var með 14 stig og 12 fráköst hjá Breiðabliki og Arnar Pétursson skoraði 12 stig á 21 mínútu. Haukastelpur unnu Unglingaflokk kvenna fimmta árið í röð þegar liðið vann Keflavík, 69-60, í úrslitaleiknum en leikurinn var jafn og spennandi og Keflavík náði sem dæmi mest 9 stiga forskoti (27-18), í öðrum leikhluta. Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í liði Hauka, skoraði 25 stig, tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, fyrirliðinn Pálína Gunnlaugsdóttir var með 13 stig, 5 fráköst og 5 stolna bolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Ingibjörg Skúladóttir skoruðu báðar 10 stig og Sigrún Ámundadóttir var með 9 stig. María Ben Erlingsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Bryndís Guðmundsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir bætti við 7 stigum, 16 fráköstum og 6 vörðum skotum. KR vann Íslandsmeistarartitilinn í drengjaflokki þriðja árið í röð þegar liðið vann eins stigs sigur, 88-87, á Fjölni í úrslitaleiknum. KR náði mest 14 stiga forskot í upphafi seinni hálfleiks (65-51) en Fjölnisliðið var komið fjórum stigum yfir á lokakaflanum áður en KR-ingar kláruðu leikinn og unnu Fjölni í þessum flokki þriðja árið í röð. Brynjar Þór Björnsson var með 27 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar hjá KR, Snorri Páll Sigurðsson skoraði 19 stig og tók 11 fráköst, Ellert Arnarson skoraði 17 stig og gaf 6 stoðsendingar og þá var fyrirliðinn Darri Hilmarsson með 10 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Sindri Már Kárason var með 26 stig, 12 fráköst og 8 varin skot hjá Fjölni, Brynjar Þór Kristófersson skoraði 19 stig og tók 9 fráköst og þá var Hörður Axel Vilhjálmsson með 12 stig og 11 stoðsendingar en hann skoraði 51 stig í sigrinum á FSu í undanúrslitunum. |