© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.2.2006 | 16:06 | BL
Stigaskor í Snæfell-Njarðvík það næst lægsta!
Óhætt er að segja að óvænt úrslit hafi verið í leikjunum í Iceland Express-deildinni í gærkvöldi. Ekki eingöngu í þeim skilningi að það lið sem talið sigurstranglegra hafi tapað heldur var stigaskor í leik Snæfells og UMFN það lágt að margir töldu að um hálfleikstölur væri að ræða úrslit birtust eftir leikinn. Snæfell sigraði í leiknum 54-51. Þetta stigaskor er það næst lægsta í sögu úrvalsdeildarinnar, en hún var sett á laggirnir keppnistímabilið 1978-79.

KKÍ hefur tekið saman lista yfir lægstu skorleiki sögunnar, þ.e.a.s. hjá báðum liðum í úrvalsdeildinni:

1. ÍA - Hamar 17. október 1999 (45-54) 99 stig
2. Snæfell – UMFN 23. febrúar 2006 (54-51) 105 stig
3.-4. Fram – Valur 28. október 1986 (49-57) 106 stig
3.-4. Breiðablik – Haukar 12. desember 1987 (54-52) 106 stig
5. KR - Tindastóll 7. janúar 1990 (56-51) 107 stig
6.-8. UMFN – Keflavík 22. nóvember 1985 (57-54) 111 stig
6.-8. Valur – Keflavík 5. október 1986 (61-50) 111 stig
6.-8. Tindastóll - Haukar 21. nóvember 1997 (63-48)111 stig
9. Tindastóll – ÍR 3. desember 1995 (61-51) 112 stig
10.12. Breiðablik – UMFG 23. október 1987 (56-57) 113 stig
10.-12. Skallagrímur – KR 11. mars 1993 (58-55) 113 stig
10.-12. Haukar - ÍA aa. nóvember 2002 (58-55) 113 stig
13. Valur – Keflavík 11. desember 1983 (57-58) 115 stig
14.- 17. Haukar – Keflavík 3. október 1985 (58-57) 117 stig
14.-17. KR – Fram 1. febrúar 1987 (61-56) 117 stig
14.-17. KR – ÍR 24. nóvember 1988 (58-59) 117 stig
14.-17. Haukar – KR 26. janúar 1997 (58-59) 117 stig

Þess má geta að lægsta stigaskor eins lið í einum hálfleik á úrvalsdeild er 11 stig. Það gerðist í leiknum milli Breiðabliks og UMFG sem er í 7.-8. sæti á listanum hér að ofan. Breiðablik tapaði leiknum 57-58, en staðan í hálfleik var 26-46 fyrir UMFG, sem skoraði því aðeins 11 stig í síðari hálfleik.

Þessi frétt hefur verið leiðrétt eftir að réttmætar ábendingar bárust vefstjóra.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þátttakendur í kynningarleik á hjólastólakörfubolta. Sitjandi frá vinstri: Reynir Kristófersson, Viðar Árnason, Svanur Ingvarsson, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson, Þorkell Sigurlaugsson og Geir Magnússon frá Stöð 2. Standandi frá vinstri: Skapti Hallgrímsson Morgunblaðinu, Adolf Ingi Erlingsson RÚV, Valur Jónatansson Morgunblaðinu, John Rhodes, Ólafur Rafnsson formaður KKÍ, Samúel Örn Erlingsson RÚV, Valtýr Björn Valtýsson Stöð 2, Ólafur Eiríksson og Valur Hlíðberg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið