© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.2.2006 | 11:07 | BL
FIBA semur við Sideline Sports
Brynjar Karl og Patrick Baumann handsala samninginn.
Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, og Sideline Sport hafa gert með sér samning þess efnis að hugbúnaður Sideline Sports verður opinber hugbúnaður FIBA um allan heim. Samninginn undirrituðu þeir Patrick Baumann framkvæmdastjóri FIBA og Brynjar Karl Sigurðsson þróunarstjóri Sideline Sports.

Þessi hugbúnaður, sem eins og kunnugt er er íslensk smíð, er íslenskum þjálfurum að góðu kunnur en Sideline Sports hefur fyrir nokkru veitt þeim aðgang að honum og hafa margir nýtt sér það. Nú gefst öllum körfuboltaþjálfurum í heiminum tækifæri á að nota grunnútgáfuna að Sideline Organizer og þeir geta síðan fjárfest í nýrri útgáfu og skyldum forritum eins og Video Analizer. Samningurinn felur einnig í sér að allir landsliðþjálfarar í heiminum geta nýtt sér allar gerðir af Sideline hugbúnaði.

Þetta er stórt skref í þá átt að bæta þjálfun um allan heim. Í dag eru leikmenn afar tæknilega sinnaðir og gera kröfu um að sjá hlutina á myndrænan og stafrænan hátt. Þetta er risaskref inn í framtíðina og við verðum að hugsa um nemandann fyrst og kennarann síðan, segir Patrick Baumann framkvæmdastjóri FIBA um samninginn.

Við erum afar stoltir yfir því að hafa gert samning við FIBA og þar með körfubolta í 212 löndum, segir Brynjar Karl. Við teljum okkur geta lagt mikið af mörkum við þróun og kennslu körfubolta á öllum stigum hans um allan heim. Þessi kennslutæki sem við höfum þróað eru afar fullkomin og við viljum koma þeim í hendurnar á sem flestum þjálfurum. Það má segja að við höfum sameinað bókina, myndbandið og tölvuna í þessum forritum, segir Brynjar Karl.

KKÍ óskar Brynjari Karli og félögum hans til hamingju með samninginn, sem án efa er mesta viðurkenning sem þessi frábæri hugbúnaður getur fengið.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Mix mótið í körfubolta var haldið sunnudaginn 1. júlí 2007.  Veðrið lék við körfuboltamenn og konur og sáust mörg skemmtileg tilþrif.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið