S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
27.1.2006 | 10:45 | BL
Handhafi fyrsta FIBA skírteinisins heiðraður
Fyrsti FIBA-dómarinn.
Marcel Pfeuti var fyrsti alþjóðlegi dómarinn og hann dæmdi á fyrsta Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Genf árið 1935 og á Ólympíuleikunum í Berlín 1936, sem og leikana í London 1948. Þá dæmdi hann á fyrsta heimsmeistaramóti FIBA í Buenos Aries í Argentínu árið 1950, en á því móti var Borislav Stankovic fyrrum framkvæmdastjóri FIBA meðal keppenda fyrir Júgóslavíu. Pfeuti, sem nú er orðinn 91 árs gamall, hætti að dæma árið 1970 og síðasti leikur hans í alþjóðakeppni var leikur Ak Sofia gegn Slavia Prag í Evrópuerkeppni félagsliða sem var hans 350. alþjóðaleikur. Til minningar um glæstan feril fékk Pfeuti innrammaða mynd af leikskýrslunni úr leik leik Brasilíu og Maxíkó um bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í London 1948, en þan leik dæmdi Pfeuti. Hann var lengi í tækninefnd FIBA og var sérstakur ráðgjafi Williams Jones fyrsta framkvæmdastjóra FIBA í þróun á leikreglunum. Pfeuti segir að þótt leikurinn hafi breyst mikið hafi áhugi hans á körfubolta aldrei dvínað og hann noti enn hvert tækifæri til að komast á leiki. |