© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.1.2001 | 20:50 | BL
Flautukarfa Helga Jónasar tryggði fyrsta sigurinn
Ísland vann sinn fyrsta leik í undanúrslitakeppni Evrópumóts landsliða í þegar þegar liðið lagði Portúgaliáð velli í Oporto, 81-84. Það var Helgi Jónas Guðfinnsson leikmaður Ieper Í Belgíu sem tryggði íslenskan sigur með þrigga stiga körfu í sömu andrá og leiktíminn rann út.

Íslenska liðið lék mjög góða vörn allan leikinn og þeir Hreggviður Magnússon og Jón Nordal Hafsteinsson náðu algjörlega að halda Sergio Ramos, sem gerði 36 stig í fyrri leiknum í Höllinni, niðri og gerði Ramos, sem leikur á Ítalíu, aðeins 7 stig í leiknum.

Ísland var yfir nánast allan leikinn, 14-24 eftir fyrsta fjóðung og 35-37 í hálfleik. Eftir þriðja fjórung var Ísland enn yfir 58-69, en Portúgalir náðu að jafna, 81-81, þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Það var síðan Helgi Jónas sem tryggði sigurinn með flautukörfu eins og fyrr segir.

Herbert Arnarson var besti maður Íslands í leiknum, var einu orði sagt frábær. Helgi Jónas, Friðrik, Jón Nordal og Hreggviður voru einnig góðir.

Stig íslands í leikunm: Herbert Arnarson 27, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Friðrik Stefánsson 13, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Logi Gunnarsson 7, ólafur Ormsson 5, Hreggviður Magnússon 4 og Gunnar Einarsson 3.

Þar með er fyrsti sigur Íslands í undanúrslitariðli EM í höfn. Það tókst í 20. tilraun, ef keppnin 1998-1999 er talin með. Víst er að Friðrik Ingi Rúnarsson er á réttri leið með íslenska liðið, ungu strákarnir hafa sýnt að þeir eru tilbúnir í slaginn. Jafn stígandi hefur verið í leik liðsins í vetur og allt annað að sjá til þess en í fyrra vetur. Þetta er athyglisvert, ekki hvað síst í ljósi þess að verið er að byggja upp nýtt lið og meðalaldurinn er ekki hár.

Með þessum sigri er vissum áfanga í landsliðsmálum náð og ekki þarf að kvíða undankeppninni sem Ísland þarf að mæta í í vor. Þar verður stefnan að sjálfsögu sett á að tryggja sér aftur sæti í undanúrslitakeppninni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
TILBÚNIR!!! Sigmundur Herbertsson er að fara henda boltanum í upphafsuppkastinu á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og KR í Laugardalshöll 15. febrúar 2009.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið