Stjörnuleikir KKÍ laugardaginn 14. janúar 2006
Stjörnuleikir KKÍ 14. janúar 2006
Stjörnuleikir KKÍ verða leiknir í DHL-höllinni við Frostaskjól þann 14. janúar 2006 og hefst kvennaleikurinn kl. 13.30 og karlaleikurinnn kl. 15.30. Að venju verður skotkeppni í kvenna og karlaflokki og troðslukeppni í karlaflokki. Búast má við skemmtilegum leikjum en í kvennaflokki mætast stjörnulið íslenskra leikmanna og erlendra leikmanna (styrkt af íslenskum leikmönnum) og í karlaleiknum stjörnulið íslenskra leikmanna og stjörnulið erlendra leikmanna. Þjálfarar í kvennaleiknum eru GUðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, sem stýrir liði íslendinga og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, sem stýrir styrktu liði erlendra leikmanna. Í karlafleiknum munu þeir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari UMFn, stýra liði íslenskra leikmanna og Herbert Arnarson, þjálfari KR, styra liði erlendra leikmanna.