© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.12.2005 | 22:18 | RG | Dómaramál
Kristinn Óskarsson dæmdi sinn 400. leik í Úrvalsdeild
Kristinn Óskarsson
Kristinn Óskarsson dæmdi sinn 400. leik í Úrvalsdeild þegar Grindavík og Skallagrímur áttust við í Grindavík.

Kristinn Óskarsson er aðeins annar dómur í íslenskri körfuboltasögu sem nær þeim áfanga að dæma 400 leiki í Úrvalsdeild, árið 2001 dæmdi Kristinn Albertsson sinn 400. leik en hann dæmdi 432 leiki í deildinni áður en hann hætti.

Fyrsti leikur Kristins Óskarssonar var í Njarðvík þann 23. október 1988, leikurinn var á milli Njarðvíkur og Tindastóls sem voru þá nýliðar í Úrvalsdeild, sem hét Flugleiðadeild á þeim tíma. Meðdómari Kristins var Jón Otti Ólafsson. Enginn leikmaður úr leiknum leikur enn körfuknattleik en einn er orðinn alþingismaður og annar landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Valur Ingimundarson er þó enn viðloðandi boltann en hann er þjálfari Skallagríms, en 400. leikur Kristins er einmitt leikur Grindavíkur og Skallagríms.

Kristinn tók dómarapróf árið 1987 og hefur síðan þá dæmt 881 opinbera leiki á vegum KKÍ, leikur Grindavíkur og Skallagríms meðtalinn, þar af sem fyrr segir 400 í Úrvalsdeild, 61 í Úrslitakeppni karla og 5 bikarúrslitaleiki karla.
Auk þess hefur hann dæmt fjölmarga leiki í Reykjavíkur-, Reykjanes-, Valsmótum, æfingaleiki félagsliða og landsliða víða um heim.
Þá hefur hann dæmt 60 leiki fyrir hönd FIBA auk þess að dæma á þremur Smáþjóðaleikum, í San Marino, Möltu og Andorra.

Það er því ljóst að leikir Kristins eru komnir á annað þúsundið.

Það er annars athyglisvert að bera saman 1. og 400. leik þeirra nafna Kristins Albertssonar og Óskarssonar.
Báðir dæmdu sinn fyrsta leik með Jóni Otta Ólafssyni.
Fyrsti leikur beggja var leikur Njarðvíkur.
Valur Ingimundarson lék fyrsta leik beggja.
Í 400. leiknum er Valur þjálfari annars liðsins, Tindastóls í Kristins Albertssonar tilviki og Skallagríms í Kristins Óskarsson tilviki.
Báðir voru/eru þeir formenn KKDÍ á þeim tímapunkti að þeir dæma sinn 400. leik.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leifur Garðarsson FIBA dómari að koma út úr íþróttahúsi á Kýpur, þar sem hann var að dæma í Promotion Cup kvenna í desember 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið