© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.10.2005 | 13:45 | BL
Átak FIBA til að fjölga kvendómurum hafið
Erfiðlega hefur gengið að fá konur í dómgæslu.
Eins og sagt var frá í frétt hér á vefnum í maí sl. hefur FIBA hrundið af stað sérstöku átaki til að fjölga konum í dómgæslu. Í dag er fjöldi kvenna aðeins 5% FIBA-dómara, en stefnt er að því að koma því hlutfalli í 10% árið 2007. Hlutfall kvenna í dómgæslu er ekki í neinu samræmi við fjölda kvenkyns iðkenda í íþróttinni.

Fyrsta áþreyfanlega aðgerðin í þessu sambandi var nú í september þegar haldið var sérstakt dómaranámskeið fyrir konur í tengslum við 4. alheimsleika múslimskra kvenna, sem haldnir voru í Theheran í Íran . Alls tóku 23 konur frá Íran, Írak, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Marokkó, Oman og Tajikistan þátt í námskeiðinu.

Alls voru sex FIBA dómarar útskrifaðir af námskeiðinu sem var í einu og öllu eins og önnur námskeið fyrir verðandi FIBA-dómara. “Við erum mjög ánægð með að fyrsta skrefið í því að fjölga konum í dómgæslu hafi verið stigið,” sagði Lubomir Kotleba íþróttafulltrúi FIBA að námskeiðinu loknu. Honum til aðstoðar við framkvæmd námskeiðsins var Karolina Andersson FIBA-dómari frá Finnlandi.

Þrátt fyrir að fjölga eigi konum í dómgæslunni verða gerðar námkvæmlega sömu kröfur til þeirra og karlanna og engir kynjakvótar eru á döfinni. “Ég er algjörlega á móti kynjakvótum í dómgæslu. Eini rétti mælikvarðinn á einstakling í dómgæslu er geta hans til að dæma. Af hverjum 1.000 ungum dómurum verða til 50 góðir dómarar, 10 mjög góðir og 1 afburða dómari. Til þess að eignast frábæra kvendómara þarf því að breikka undirstöðuna,” segir Kotleba.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sindri S. Jónsson er hér með boltann fyrir Breiðablik gegn varnarmanni Þórs á Akureyri. Myndin er tekin á Samkaupsmótinu í Reykjanesbæ 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið