© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.10.2005 | 13:45 | BL
Átak FIBA til að fjölga kvendómurum hafið
Erfiðlega hefur gengið að fá konur í dómgæslu.
Eins og sagt var frá í frétt hér á vefnum í maí sl. hefur FIBA hrundið af stað sérstöku átaki til að fjölga konum í dómgæslu. Í dag er fjöldi kvenna aðeins 5% FIBA-dómara, en stefnt er að því að koma því hlutfalli í 10% árið 2007. Hlutfall kvenna í dómgæslu er ekki í neinu samræmi við fjölda kvenkyns iðkenda í íþróttinni.

Fyrsta áþreyfanlega aðgerðin í þessu sambandi var nú í september þegar haldið var sérstakt dómaranámskeið fyrir konur í tengslum við 4. alheimsleika múslimskra kvenna, sem haldnir voru í Theheran í Íran . Alls tóku 23 konur frá Íran, Írak, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Marokkó, Oman og Tajikistan þátt í námskeiðinu.

Alls voru sex FIBA dómarar útskrifaðir af námskeiðinu sem var í einu og öllu eins og önnur námskeið fyrir verðandi FIBA-dómara. “Við erum mjög ánægð með að fyrsta skrefið í því að fjölga konum í dómgæslu hafi verið stigið,” sagði Lubomir Kotleba íþróttafulltrúi FIBA að námskeiðinu loknu. Honum til aðstoðar við framkvæmd námskeiðsins var Karolina Andersson FIBA-dómari frá Finnlandi.

Þrátt fyrir að fjölga eigi konum í dómgæslunni verða gerðar námkvæmlega sömu kröfur til þeirra og karlanna og engir kynjakvótar eru á döfinni. “Ég er algjörlega á móti kynjakvótum í dómgæslu. Eini rétti mælikvarðinn á einstakling í dómgæslu er geta hans til að dæma. Af hverjum 1.000 ungum dómurum verða til 50 góðir dómarar, 10 mjög góðir og 1 afburða dómari. Til þess að eignast frábæra kvendómara þarf því að breikka undirstöðuna,” segir Kotleba.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Friðrik Stefánsson í sjónvarpsviðtali eftir leik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið