© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.10.2005 | 10:58 | BL
Bandaríkin enn í efsta sæti heimslistans
FIBA hefur gefið út nýjan heimslista í körfubolta, þar sem öllum álfukeppnum karla og heimsmeistarakeppni U-21 árs er nú lokið. Bandaríkin eru enn efsta sæti listans, en Evrópumeistararnir frá Grikklandi eru í 8. sæti.

Listinn er þannig fundinn að gefin eru stig fryrir frammistöðu liða í öllum opinberum keppnum karla, unglingaliða, í álfukeppnum og á Ólympíuleikum. Stigum er safnað í átta ár og nýjar keppnir ýta elstu úrslitunum út.

Þrátt fyrir að verða aðeins í fjórða sæti í nýlokinni Ameríkukeppni, halda Bandaríkin fyrsta sætinu. Grikkland, Þýskaland, Litháen og Spánn færast upp listann, en Ítalía og Ástralía falla um eitt sæti. Þrátt fyrir slæmt gengi á EM heldur Serbía og Svartfjallaland (nefnt Júgóslavía á listanum vegna eldri stiga) öðru sætinu en Serbar eru núverandi heimsmeistarar.

Listinn er annars svona:
1. Bandaríkin 832,2 stig
2. Júgóslavía 708,0 stig
3. Argentína 700,0 stig
4. Litháen 460,0 stig
5. Spánn 439,0 stig
6. Ítalía 433,0 stig
7. Rússland 362,0 stig
8. Grikkland 304,0 stig
9. Ástralía 279,0 stig
10. Frakkland 273,0 stig

Þýskaland er í 13. sæti listans.

Nánar um heimslista karla, sem og heimslista kvenna og sameiginlegan lista karla og kvenna er að finna á vef FIBA.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ungir menn að berjast um boltann á æfingamóti í Grindavík síðla árs 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið