© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.8.2015 | 12:00 | Kristinn
Landslið karla · Æfingamót í Eistlandi
Landslið karla undirbýr sig áfram fyrir EuroBasket 2015 og heldur í fyrramálið út til Eistlands þar sem liðið mun taka þátt í Toyota Four Nations Cup-mótinu í Tallinn dagana 20-22. ágúst.
Leikið verður gegn Eistum, Hollandi og Filipseyjum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Filipseyjum í landsleik í körfubolta.

Dagskrá mótsins (leiktímar að Eistneskum tíma):
20. ágúst - Ísland · Eistland kl. 20:00
21. ágúst - Ísland · Holland kl. 17:30
22. ágúst - Ísland · Filipseyjar kl. 17:30

14 leikmenn fara á mótið af þeim 15 sem eru í æfingahópnum en Sigurður Þorvaldsson (Snæfelli) hvílir að þessu sinni en hann er ennþá í æfingahópnum og æfir áfram þegar liðið kemur heim frá mótinu.

Æfingamót í Eistlandi
# Nafn Staða F.ár Height Félagslið (Land) · Landsleikir
3 Martin Hermannsson Bakvörður 1994 193 cm LIU University (USA) · 24
4 Axel Kárason Framherji 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 38
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Miðherji 1991 218 cm Þór Þórlakshofn (ISL)· 24
6 Jakob Örn Sigurðarson Bakvörður 1982 190 cm Boras Basket (SWE) · 72
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson Miðherji 1988 204 cm Solna Vikings (SWE) · 45
8 Hlynur Bæringsson Miðherji 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 84
9 Jón Arnór Stefánsson Skotbakvörður 1982 196 cm Unicaja Malaga (ESP) · 74
10 Helgi Már Magnússon Framherji 1982 197 cm KR (ISL) · 84
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 1988 194 cm Mitteldeutscher BC (GER) · 37
14 Logi Gunnarsson Skotbakvörður 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 110
15 Pavel Ermolinskij Bakvörður 1987 202 cm KR (ISL) · 46
24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 1992 198 cm LF Basket (SWE) · 31
29 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 1991 182 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 21
88 Brynjar Þór Björnsson Skotbakvörður 1988 192 cm KR (ISL) · 41 landsleikir

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Arnar Gudjonsson og Finnur Freyr Stefansson
Sjúkraþjálfari: Bjartmar Birnir
Styrktarþjálfari: Gunnar Einarsson

Einnig fara með liðinu í fararstjórn Páll Kolbeinsson, formaður Afreksnefndar, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, gjaldkeri KKÍ og Kristinn Geir Pálsson, starfsmaður KKÍ og tengill við fjölmiðla. Hægt verður að hafa samband við undirritaðan v/ viðtala og mynda.

Sigmundur Már Herbertsson dómari mun einnig fara með og dæma í mótinu.

Hægt verður að fylgjast með LIVEstattinu á: http://www.basket.ee
Eistnesk sjónvarpsstöð sýnir frá mótinu en ekki er víst að hún náist út fyrir landið: http://otse.err.ee/etv
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ingi Gunnarsson leikmaður og fyrirliði ÍKF var snjall bakvörður
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið