© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.8.2015 | 15:40 | U16 KK | Yngri landslið
Baráttusigur á Hvít Rússum í kaflaskiptum leik
Íslensku strákarnir mættu vel stemmdir til leiks í dag og spiluðu grimma maður á mann vörn allar 40 mínúturnar í dag, þær skiluðu 60-69 sigri en í hálfleik var jafnt 33-33. Fyrirliðinn Gabríel Sindri Möller var stigahæstur með 18 stig þar af 14 í seinni hálfleik. Hákon Örn og Nökkvi Már voru svo næstir með 16 stig.

Vörn Íslenska liðsins var fyrnasterk og náðu leikmenn að klippa út þeirra aðalmann með góðri vörn. Strax í upphafi náði liðið 10-23 forystu. Í lok fyrsta leikhluta urðu Hvít Rússar að koma sér inní leikinn með því að berja og halda. Þeir komust upp með það og hægði það á strákunum, jafnt og þétt minnkuðu Hvít Rússar forystu Íslands og jöfnuðu þeir leikinn með þrist um leið og lokaflautið gall. 33-33 í hálfleik.

Hvít Rússar byrjuðu sterkt í þriðja leikhluta og komust í 44-40 sem var þeirra mesta forysta. Íslensku strákarnir börðust vel en þeir voru að tapa of mörgum boltum gegn pressuvörn Hvít Rússa. Frábær barátta liðsins skilaði þeim 48-50 forystu eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu Íslensku strákarnir 5 stiga forystu með góðum körfum frá Gabríel Sindra og Nökkva Má. Sigmar Jóhann var mjög traustur í vörninni og var að spila sinn besta leik ásamt Gabríel Sindra. Liðið í heild var öflugt og góð stemmning gerði liðinu kleift að klára leikinn og sigra.

Lúxemborg sigruðu Makedóníu 70-67 þar sem lokaskot Makedóna fór framan á hringinn á lokasekúndunni. Þau úrslit þýða að Ísland og Lúxemborg spila um efsta sætið í J-riðli á morgun klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Lúxemborg tefla fram leikmanni sem er 209 cm að hæð og gnæfir yfir aðra leikmenn hérna á mótinu. Liðið hefur á að skipa sprækum strákum sem spila af miklum krafti. Strákarnir ætla sér efsta sætið. Í I-riðli leika Noregur, Rúmenía, Írland og Skotland

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður P. Gíslason (t.h.) og Pétur Rögnvaldsson (t.v.) voru aðalhvatamennirnir að baki stofnunar körfuknattleiksdeildar KR árið 1956 og léku með félaginu á gullaldarárum þess. Pétur, sem var fyrsti formaður deildarinnar (Sigurður var varaformaður), fluttist seinna til Hollywood og lék í kvikmyndinni
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið