© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.9.2005 | 9:50 | bl
Frakkar og Grikkir í undanúrslit
Frakkar sló Evrópumeistara Litháa út í 8-liða úrslitum EM í körfuknattleiks í Serbíu í gær og Grikkir komu til baka eftir hræðilegan fyrsta fjórðung og lögðu Rússa að velli. Frakkar og Grikkir hafa þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Frakkar byrjuðu leikinn gegn Litháum mun betur og höfðu 14-6 yfir eftir fyrsta leikhluta. Í þeim næsta náðu þeir 16 stiga forskoti og staðan í leikhléi var 32-16. Í þriðja leikhluta náðu Litháar að minnka muninn í 8 stig, en fyrir loka fjórðunginn var staðan 44-36. Franska vörnin, sem var afar góð í þessum leik, hélt þegar á reyndi undir lokin og Frakkar tryggði sér sigur 63-47. Boris Diam var stigahæstur Frakka með 20 stig og 11 fráköst. Tony Parker var meðð 11 stig og 5 stoðsendingar og Antonio Rigaudeau var með 11 stig.

Hörmuleg byrjun Grikkja 2-13 og 6-13 eftir fyrsta leikhluta sló þá ekki út laginu og þeir komu til baka smátt og smátt. Rússar höfðu enn 7 stiga forskot í hálfleik 33-26, en Grikkir áttu þriðja fjórðunginn þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn 7 stigum Rússa. Í loka fjórðungnum minnkuðu Rússar mininn í 50-49, en varamaðurinn Theodoras Papaloukas braust þrisvar í gegnum vörn Rússa og skoraði með sniðskotum og lagði þar með grunninn að 66-61 sigri Grikkja.

Papaloukas skoraði alls 23 stig í leiknum, en Andrei Kirilenko var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Rússa. Hinn bandarísk ættaði JR Holden var með 15 stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem Grikkir komast svona langt á Evrópumeistaramótinu.

Í dag eru síðari tveir leikirnir í 8-liða úrslitunum en þá mætast Slóvenía - Þýskaland annars vegar og Spánn og Króatía hins vegar. Undanúrslit eru síðan á morgun, laugardag og úrslitaleikur á sunnudag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikunum er hér á leik Íslands og Kýpur í karlakeppninni. Eitthvað sniðugt virðast þær sjá en íslensku strákarnir töpuðu stórt fyrir þeim kýpversku.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið