© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.8.2005 | 13:34 | bl
Kínverjar unnu 16 stiga sigur
Leik Kína og Íslands í Harbin er lokið með 96-80 sigri Kínverja. Heimamenn höfðu 9 stiga forskot í hálfleik 52-43. Í síðari hálfleik lentu þeir Friðrik Stefánsson og Hlynur Bæringsson í villuvandræðum og fengu í kjölfarið báðir sína 5. villu.



Sigurður Ingimundarson var mun ánægðari eftir síðari leikinn: "Allt annað var að sjá til okkar í dag, einbeitingin í góðu lagi og sjálfstraustið til staðar á ný. Hittnin var mun betri og við löguðum það sem var að í fyrri leiknum, auk þess sem við vinnum baráttu um fráköstin gegn mun hávaxnara liði sem segir mér að baráttan hafi verið í lagi. Friðrik (Stefánsson) eyddi gífurlegri orku í að halda Yao Ming (15 stig í leiknum) í skefjum og tókst að halda honum í aðeins 7 fráköstum. Allir strákarnir voru að standa sig frábærlega í frábærum leik gegn mjög góðu körfuknattleiksliði. Það er ekki spurning að nú verður liðið fullt sjálfstrausts fyrir danaleikinn á laugardaginn þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina".

Sigurður var á því að þessi ferð til Kína hafi verið afar lærdómsrík og að liðið sé betra eftir þessa ferð: "Strákarnir eru að spila hér á mjög erfiðum útivelli gegn verulega sterkum andstæðingum og standa sig frábærlega. Við lærðum mikið í þessari ferð og í raun nær íslenska liðið að stimpla sig inn með þessum leik. Móttökur hér í ferðinni voru frábærar og þetta var einstakt að fá að undirbúa liðið fyrir átökin í EM leikjum okkar gegn svo sterku liði sem Kína er."

Helstu tölur: Magnús Þór Gunnarsson; 21 stig (7/11 í 3 stiga), Hlynur Bæringsson 18 stig, 11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13 stig, 5 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson 9 stig, Friðrik Stefánsson 7 stig, 4 fráköst, Logi Gunnarsson 6 stig, Helgi Már Magnússon 3 stig, Jakob Sigurðarson 3. stig.
Íslenska tók 35 fráköst en Kínverjar 33.

mt: Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í Harbin í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Brynjar Þór Kristófersson Fjölni sækir að Herði H. Hreiðarssyni FSU í úrslitaleik unglingaflokks karla vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið