S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
26.8.2005 | 11:57 | bl
Axel tók á móti hópnum í Beijing
Flogið var til Kaupmannahafnar á miðvikudagsmorgun, þar sem við tók átta tíma bið eftir fluginu til Kína. Hópurinn notaði tækifærið og kíkti á lífið í kóngsins Köben. Síðan tók við átta tíma flug til Beijing, en vegna tímamismunar var lent og hádegisbil í Beijing, en þá mun klukkan hafa verið 4 að nóttu á Íslandi. Hópurinn var því ansi þreyttur þegar komið var á leiðarenda, en einhverjir náðu að hvíla sig á leiðinni. Í gær var síðan tekin létt æfing og mættu starfsmenn sendiráðsins á æfinguna, en þeir munu einnig mæta á leikinn í Xian á sunnudag. Í fjölmiðlum hér í Kína er talað um að aðalastæða þess að íslenska liðinu var boðið hingað sé sú að þeir meti íslensku strákana svipað og lið Suður-Kóreu, sem sagt snöggir og hittnir. Suður-Kórea er með Kína í riðli á Asíuleikunum. Yao Ming verður með í báðum leikjunum samkvæmt því sem okkur er sagt og miklar öryggisráðstafanir verda því þegar líður á því hann er mjög, mjög vinsæll hér. Vonandi verða fleiri fréttir af okkur síðar í dag, en mjög erfitt er að ná netsambandi hér, en við reynum áfram. Í dag er ferðinni síðan heitið til Xian. |