© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2005 | 21:08 | ooj | Yngri landslið
Óheppni elti íslensku stelpurnar í naumu tapi gegn Portúgal
Íslenska 18 ára landslið kvenna tapaði þriðja og síðasta leiknum sínum í milliriðli Evrópukeppninnar sem nú fer fram í Bihac í Bosníu. Leikið var við Portúgal og tapaðist leikurinn með tveimur stigum, 77-79, en flest allt gekk upp hjá Portúgal í leiknum á meðan góður leikur íslensku stelpnanna nægði ekki til að tryggja sér 3. sætið í riðlinum. Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í leiknum, 25 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar.

Íslensku stelpurnar byrjuðu ekki vel og voru sjö stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 11-18. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta og það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Potúgal var þá yfir 34-36. Portúgal hóf seinni hálfleik af krafti og komst sjö stigum yfir, 36-43 en þá fóru íslensku stelpurnar í gang, skoruðu 11 stig í röð og komust yfir í 47-43. Íslenska liðið hafði síðan yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-51.

Portúgal var ekki á því að gefa neitt eftir þrátt fyrir að Ísland kæmist í 61-51 í upphafi fjórða leikhluta og smá saman söxuðu portúgölsku stelpurnar á forskot íslenska liðsins. Við tóku síðan æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skoruðu á víxl eða allt þar til að skytta portúgalska liðsins, Ana Silva, tryggði Portúgal sigur með laglegri körfu en hún skoraði 29 stig í leiknum þar sem hún nýtti 12 af 16 skotum sínum.

“Það var allt annað að sjá til liðsins frá því í tapleiknum gegn Lettum og nú mættu allar stúlkunar tilbúnar til leiks. Þegar við spilum svona vel þá gerist það ekki oft að við töpuðum. Við spiluðum glimrandi vel en portúgalska liðið hitti ótrúlega vel og skoruðu meðan annars tvær ótrúlegar þriggja stiga körfur, langt fyrir utan, með manni í sér og skotklukkan að renna út,” sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins eftir leik.

“Ef við mætum svona tilbúnar í næstu tvo leiki þá er ég mjög bjartsýnn fyrir síðustu tvo leikina í mótinu. Við eigum langþráðan hvíldardag framundan á morgun og hann ætlum við að nýta vel. Við förum meðal annars í ævintýraferð niður ánna Una og reynum að að ná upp stemningu fyrir lokssprettinn. Þrátt fyrir tapið í kvöld er mórallinn mjög góður og stelpurnar eru farnar að venjast lífsháttum hér í Bosníu.Þetta er mikil lífsreynsla fyrir allar í liðnu, bæði körfuboltalega sem og menningarlega,” bætti Ágúst við.

Ísland endaði í fjórða sæti í sínum riðli og mætir því Englandi á laugardaginn í leik um að komast í leikinn um fimmta sætið. Tapist hann spilar íslenska liðið um 7. sætið á mótinu en með sigri á liðið enn möguleika á fimmta sætinu. Leikurinn við England hefst klukkan 13.45 á laugardaginn eða 11.45 að íslenskum tíma.

Stig íslenska liðsins:
Helena Sverrisdóttir 25 stig, 13 fráköst, 11 stoðsendingar, 6 fiskaðar villur
María Ben Erlingsdóttir 18 stig, 6 fráköst, hitti úr 7 af 9 skotum sínum
Ragnheiður Theodórsdóttir 14 stig
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8 stig
Guðrún Ámundadóttir 4 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar á 19 mínútum
Helga Einarsdóttir 4 stig
Bára Fanney Hálfdanardóttir 2 stig
Sigrún Ámundadóttir 2 stig, 5 stolnir boltar

Mynd: Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í leiknum við Portúgal skoraði 25 stig tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Lelystad í Hollandi v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1999.  Þjálfarar liðsins þeir Jón Kr. Gíslason og Friðrik Ingi Rúnarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið