© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.8.2005 | 9:22 | EÁJ | Yngri landslið
Leikið gegn Grikkjum í dag - Bein lýsing !
Íslenska U16 karlalandsliðið leikur sinn áttunda og síðasta leik í Úrslitakeppni EM í León á Spáni. Leikið verður gegn Grikkjum um 13. & 14. sætið í dag og hefst leikurinn kl 11.15 að íslenskum tíma.
Það er þegar ljóst að bæði þessi lið halda sæti sínu í A deild þannig að okkar menn ætla að mæta afslappaðir og hafa gaman að því að fá að spila við svona stórþjóð aftur. Það liggur þó fyrir að Þröstur Leó mun ekki leika með liðinu í dag. Hann hefur leikið síðustu tvo leiki tæpur á ökkla og þarf á hvíld að halda.

Leikurinn er í beinni á heimasíðu mótsins og menn finna lýsinguna með því aðSmella

Dagskráin hjá íslenska liðinu hljóðar svo upp á afslöppun eftir leik, þar sem liðið ætlar saman í sundlaugargarð og heilsa upp á sólina, og svo ætla þeir að sjá annars vegar leik Spánverja og Litháa um bronsið og hins vegar úrslitaleik mótsins milli Frakka og Tyrkja.

Það má geta þess að Sigmundur Már Herbertsson er að fá hér stór verkefni enda staðið sig mjög vel. Hann dæmdi í gær undanúrslitaleik Frakka og Litháa og í dag dæmir hann leikinn um bronsið ásamt dómurum frá úrslitaþjóðum Frakka og Tyrkja.

Hópurinn sendir bestu kveðjur heim,
ÁFRAM ÍSLAND !
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið