© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.8.2005 | 6:41 | ooj
Íslensku stelpurnar í lögreglufylgd hvert fótmál
Það hefur gengið á ýmsu það sem af er í ferð 18 ára landsliðs kvenna til Bosníu en íslensku stelpurnar leika sinn fyrsta leik gegn Hvít Rússum á morgun. Það hefur vissulega blasað við hópnum nýr heimur þar sem hlutirnrnir ganga öðruvísi fyrir sig en íslensku stelpurnar eru vanar. Íslenska liðið hefur sem dæmi verið í lögeglufylgd allan tímann og þá hefur þurft að leiðrétta þann miskiling að hópurinn komi frá Íslandi en ekki Álandseyjum.

Ferðin byrjaði ekki vel þegar íslenski hópurinn, sem fer að fara í 13 daga keppnisferð, var rukkaður um yfirvikt af Flugleiðum þrátt fyrir að vera aðeins sjö kílóum yfir mörkunum sem þykir ekki mikið fyrir 14 manna landslið á leið í átta landsleiki til fjarlægs lands.

Strax við komuna til Bosníu hefur íslenska liðið ferðast í lögreglufylgd en á undan rútu íslenska liðsins hefur ávallt farið vel merktur lögreglubíll með öll ljós blikkandi og innaborðs tveir vaskir og vel vopnaðir bosnískir lögregluþjónar. Það er mikið hugsað um öll öryggismál hér í Bihac og hótelið er sem dæmi vaktað allan sólarhringinn.

Íslenska fararstjórnin hefur þegar gert athugasemd við keppnishúsið en þó ekki vegna of hárra karfa né lélegs gólfs sem er þó komið nokkuð til ára sinna. Athugsemdin var gerð við fánann enda íslenski fáninn hvergi sjáanlegur í húsinu. Þar sem enginn í íslenska hópnum vissi um að Álandseyjar væru með í mótinu var mótshöldurum bent á það að líklega hefðu þeir hengt upp fána þessa ágætu eyja í Eystasaltsafinu í stað íslenska fánans. Beðist hefur verið afsökunar á þessu og lofað að bæta úr þessu fyrir næstu heimsókn íslenska hópsins í höllina.

Það er mikil eftirvænting í íslenska liðinu fyrir fyrsta leik sem verður gegn Hvít Rússum klukkan 17.30 í dag eða 15.30 að íslenskum tíma. Íslensku stelpurnar fengu dýrmæta hvíld í gær eftir erfitt 15 tíma ferðalag til Bosníu og ættu því að vera komnar í gott ástand til þess að taka á Hvít Rússunum í dag.

Eins og áður hefur komið fram er hérna mjög verðugir andstæðingar á ferðinni enda endaðið liðið í 2.sæti á síðasta Evrópumóti og það í A-deild. Íslenska 18 ára liðið er að spila þarna sinn fyrsta leik í Evrópukeppni og það á móti einu sterkasta 18 ára liði Evrópu. Það má búast líka við mikill viðhöfn í Bihac á meðan á mótinu stendur því það eru auglýsingar uppi um allan bæinn og þá verða tveir leikir sýndir beint í bosníska sjónvarpinu á hverjum degi. Veðrið mætti hinsvegar vera aðeins þurrara enda hefur helliringt allan tímann.

Mynd Sonja Margrét Ólafsdóttir spilar sinn fyrsta landsleik gegn Hvít Rússum í dag en hún er sú eina í 18 ára landsliðinu sem hefur ekki leikið landsleik áður.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Árni Ragnarsson Fjölni sækir að körfu Grindvíkinga í leik liðanna 5. janúar 2007. Páll Kristinsson Grindavík er til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið