© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.7.2005 | 13:58 | EÁJ | Yngri landslið
16 stiga tap gegn Rússum - óþarflega stórt
Íslenska 16 ára drengjalandsliðið var rétt í þessu að ljúka leik gegn Rússum. Fyrir leikinn var ljóst að íslenska liðið gæti stolið öðru sætinu í riðlinum með 6 stiga sigri, og með því að Grikkir vinni Króata síðar í dag.
Það þætti nú hálfgerð geðveiki að ætla sér að sigra Rússa enda eru þeir með gríðarlega öflugt lið. Strákarnir mættu samt grimmir til leiks og ætluðu greinilega að leggja allt í sölurnar.
Sterkasti leikmaður Rússa, Pavel Gromyko, sem hafði tekið 21,5 frákast að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum og verið mjög öflugur var hreinlega í vandræðum gegn Hirti Hrafni og skoraði Hjörtur grimmt á hann í upphafi leiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-14 og íslenska liðið tók svo forystuna lengstum af í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var mjög öflugur á þessum tíma og sóknarlega var liðið að leika vel, og var leikstjórnandi og aðalskorari Rússa kominn með 3 villur. Það var því óverðskuldað að liðin gengju til búningsherbergja í hálfleik og Rússarnir höfðu yfir 33-29.
Eins og íslenska liðið ætlaði sér að koma sterkt til síðari hálfleiks þá fóru menn að flýta sér sóknarlega og Rússarnir voru á meðan að hitta mjög vel fyrir utan 3ja stiga línuna og skyndilega var munurinn kominn í 13 stig. Þetta bil reyndist erfitt að brúa og rússneska liðið hélt þessari forystu til loka leiks og urðu lokatölur 74-58.

Hjörtur Hrafn var traustur í íslenska liðinu. Lék vel gegn Gromyko sem er 198cm og mjög sterkur leikmaður. Þröstur Leó frákastaði vel en fann sig ekki sóknarlega fyrr en í lokin. Rúnar Ingi stjórnaði liðinu vel og skilaði að auki 10 stigum.
Stig Íslands: Hjörtur Hrafn 18, Þröstur 11, Rúnar Ingi 10, Hjalti 6, Elías 5, Atli Rafn 4 og Helgi Björn og Páll Fannar 2 hvor.
Tölfræði leiksins

Þar með hefur íslenska liðið lokið þátttöku í riðlakeppninni og endar í fjórða sæti. Við sjáum síðar í dag hverjir andstæðingarnir verða í milliriðli en það er allavega ljóst að Pólverjar verða þar á meðal, og okkur þykir líklegt að þar verði Lettar úr B riðli og sigurvegari úr leik Slóvena og Belga sem ætti að vera að ljúka núna.

Strákarnir litu á þennan gríðarlega erfiða riðil sem undirbúning fyrir sterkt mót sem fer af stað á þriðjudag. Liðið ætlar að standa sig í komandi verkefnum og menn þyrstir í fyrsta sigurinn !

Strákarnir senda bestu kveðjur heim og jafnframt yfir til Tallin með von um að stelpurnar klári þátttöku sína í EM með góðum sigri í dag.

Mynd: Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Rússum og skoraði 18 stig.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ágúst Herbert Guðmundsson, þáverandi þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells ásamt Chuck Daly í Valencia árið 2000. 
Þeir félagar voru á þjálfaranámskeiði þar sem Daly, Ettore Mesina og tveir landsliðsþjálfarar Spánar héldu frábært námskeið. Myndin var tekin eftir einn fyrirlesturinn.
 
Chuck Daly lést 9. maí 2009, eftir baráttu við veikindi. Hann gerði meðal annars Detroit Pistons að meisturum tvö ár í röð og vann gullið mðe Draumaliðinu á Ólymíuleikunum í Barcelona 1992.
 
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið