© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.8.2015 | 9:53 | Bryndís | Yngri flokkar
U18 - Tap í hörkuleik gegn Rúmeníu
Í gær spiluðu stelpurnar í U18 við Rúmeníu. Var þetta seinasti leikurinn í riðlakeppninni og freistuðu stelpurnar þess að ná í sigurleik í riðlakeppninni gegn toppliði Rúmeníu sem var taplaust í riðlinum og vel studdar af heimamönnum.

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega og sýndu rúmensku stelpunum enga virðingu og komust 6 stigum yfir þegar skammt var eftir af leikhlutanum en Rúmenar náðu að jafna en karfa frá Sylvíu í lok leikhlutans kom Íslandi aftur yfir og leiddum við eftir fyrsta leikhluta 15-17.

Annar leikhluti var enn jafnari en sá fyrsti þar sem liðin skiptust á að komast yfir eða jafna. Þegar 3 mínútur voru eftir af 2. leikhluta þá jafnar Rúmenía 28-28. Eftir það kom slæmur kafli hjá Íslandi og Rúmenía gekk á lagið og voru með 9 stiga forskot í hálfleik, 37-28.

Þriðji leikhluti byrjaði eins og sá fyrri endaði, Rúmenía hélt áfram að auka forskotið og skotin vildu ekki detta hjá íslensku stelpunum. Þegar fjórar mínútur voru liðnar að leikhlutanum hafði Ísland ekki skorað stig og staðan orðin 44-28. Eflaust voru flestir í áhorfendastúkunni búnar að afskrifa íslenska liðið á þessum tíma en þá hófst frábær kafli. Elfa Falsdóttir leiddi áhlaup íslenska liðsins og vörnin hjá öllum leikmönnum var stórkostleg. Á þeim 6 mínútunum er eftir voru að leikhlutanum skoraði Rúmenía ekki stig og íslensku stelpurnar jöfnuðu leikinn nánast um leið og skotklukkan rann út, 44-44.

Strax í upphafi fjórða leikhluta setti Elfa þrist og Ísland komnar yfir, 44-47. Liðin skiptast á stigum og þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 56-53. Því miður tókst okkur ekki að skora og Rúmenía kemst í 58-53 og þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokamínútunni náðist ekki að jafna leikinn og því var tap í hörkuleik gegn besta liði riðlisins staðreynd, 63-56.

Allir leikmenn fengu að spila í leiknum í dag og átti hver og ein þeirra frábæran dag, sérstaklega varnarlega og 10 leikmenn náðu að skora í leiknum. Fremst meðal jafningja var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 11 stig og 17 fráköst. Emelía Gunnarsdóttir og Elfa Falsdóttir áttu báðar frábæra innkomu af bekknum, Emelía var með 10 stig og 4 fráköst og Elfa með 8 stig, 2 stolna og 2 fráköst. Írena Jónsdóttir og Sylvía Hálfdánardóttir voru svo með 7 stig hvor.

Tölfræði leiksins.

Því miður þýddu þessi úrslit að stelpurnar lentu í neðsta sæti í riðlinum og munu spila um 17-20 sæti. Það lítur út fyrir að okkar riðill hafi verið einstaklega sterkur og átti liðið möguleika á að vinna 3 af 4 leikjum en því miður tókst það ekki. Liðið hefur vakið mikla athygli hér á mótinu og verið hrósað fyrir að spila af mikilli ástríðu og baráttu.

Í dag er hvíldardagur hjá liðinu en síðan hefst baráttan um 17 sæti við Kýpur, Írland og Albaníu en spilað verður 5. ágúst, 7. ágúst og 9. ágúst.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Samhliða myndatökum á leikmönnum yngrilandsliða fyrir NM eru oft teknar aukamyndir af hverjum leikmanni. Ægir Þór Steinarsson sigraði keppnina í ár fyrir bestu myndina.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið