S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
29.7.2015 | 22:24 | elli
U18 karla - grátlegt tap gegn Georgíu í spennuleik
Okkar menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Kristinn Pálsson var hreinlega óstöðvandi. Kappinn gerði 22 af 30 stigum íslenska liðsins sem leiddi 23:30 eftir leikhlutann. Georgíumenn komu sterkir inn í annan leikhluta og voru að hitta gríðarlega vel fyrir utan 3ja stiga línuna, eins og okkar menn reyndar en þeir leiddu eins og áður sagði með 5 stigum í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var leikur áhlaupanna. Okkar menn komust í 60:67 við lok 3ja leikhluta þar sem Þórir Guðmundur og Kristinn voru að leiða liðið stigalega ásamt Snorra Vignissyni og þeir Ragnar Helgi og Halldór Garðar voru að stýra liðinu vel gegn svæðisvörn Georgíumanna. Georgíumenn byrja fjórða leikhlutann mjög sterkt og skora 12 stig gegn 2 okkar manna og eftir það var leikurinn bara í járnum þar sem liðin skiptust á að leiða en okkar menn fengu dæmd skref á sig þrisvar á síðustu tveimur mínútunum og Georgíumenn settu stóra þrista til að komast í forystu aftur og íslenska liðið var óheppið að ná ekki að jafna á lokaskoti leiksins og sárt tveggja stiga tap staðreynd. Kristinn Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 32 stig og tók að auki 9 fráköst. Hann var að skjóta boltanum frábærlega í kvöld: var 4 af 6 í tvistum og 7 af 11 í þristum. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var einnig að leika mjög vel og gerði 23 stig. Snorri Vignisson var með 16 stig og 5 fráköst og Ragnar Helgi Friðriksson var með 8 stig og 3 fráköst. Tölfræði leiksins Kári Jónsson fyrirliði íslenska liðsins lék ekki með í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Írum. Kári fór í segulómskoðun í morgun og er verið að bíða eftir niðurstöðu úr þeirri myndatöku áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Staðan fyrir morgundaginn er sú að Ísrael er komið með tvo sigra, Svíar og Georgíumenn einn og íslenska liðið er án sigurs en Svíar eru andstæðingar morgundagsins og sá leikur er kl 18:15 að íslenskum tíma. Til þess að eiga möguleika á að komast í undanúrslit þarf Ísrael að byrja á að vinna Georgíu og svo þyrfti Ísland að vinna Svíþjóð með 17 stigum. Ef það gengur ekki eftir mun liðið leika um 5. til 8. sætið á laugardag og sunnudag. |