S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
25.7.2015 | 21:25 | elli
Frábær síðari hálfleikur í sigri gegn Dönum hjá U18 karla
Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn erfiður og okkar menn frekar mistækir og virkuðu stressaðir, enda svosem vitað að það væri mikið í húfi. Sigurvegari þessa leiks kæmist í lykilstöðu í að vinna sér annað sætið í riðlinum og þar með í baráttu um átta efstu sætin. Drengirnir mættu aftur á móti með grimmdina í síðari hálfleikinn og allt annar STYRKUR og KRAFTUR í íslenska liðinu. Þriðji leikhlutinn endaði 25-13 og Ísland komið fjórum stigum yfir. Fjórði leikhlutinn var svo bara sýning þar sem vörnin gaf ekkert eftir og Danir gerðu einungis 4 stig meðan það íslenska gerði önnur 25 og lokatölur því 79-54 og Ísland komið í annað sætið í riðlinum. Það er erfitt að taka einhvern einn út úr íslenska liðinu eftir sigurinn í kvöld. Liðsheildin var aðall liðsins en þeir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson voru stigahæstir með 23 og 21 stig og Kristinn að auki með 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Tryggvi Snær Hlinason var gríðarlega öflugur í teignum og varði fleiri en þessi tvö skot sem eru skráð á hann og átti að auki tröllatroðslu. Breki og Hilmir voru feykiduglegir og þá sérstaklega varnarlega og þá voru þeir Þórir, Ragnar Helgi og Halldór Garðar á útopnu í vörninni í síðari hálfleik auk þess sem þeir nýttu skot sín vel. Tölfræði leiksins Íslenska liðið hefur nú leikið þrjá leiki og sigrað tvo og næst á dagskrá er leikur gegn heimamönnum í Austurríki annað kvöld (kl 18:15 að ísl tíma) og á mánudag leika drengirnir svo gegn Írum (kl 16 að ísl tíma). Fókusinn er allur á morgundaginn og þar taka strákarnir stórt skref inn í milliriðil um topp 8 með sigri. Piltarnir bera góðar kveðjur heim & óska U16 kvenna jafnframt innilega til hamingju með frábæran sigur í C deildinni í Andorra ! ÁFRAM ÍSLAND ! |