S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
25.7.2015 | 20:25 | sara | Yngri landslið
U16 kvenna Evrópumeistarar í C-deild 2015
Það var gríðarleg spenna í loftinu í íþróttahöllinni í Andorra fyrir úrslitaleik Íslands gegn Armeníu. Það var sem armenski björninn væri vakinn af værum blundi því það var allt annað að sjá til armenska liðsins í upphafi leiks, en í leik þeirra í gær gegn Möltu. Þær mættu ákveðnar til leiks og gáfu okkur ekkert eftir í fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á að hafa forystu í leikhlutanum, en við komumst yfir með harðfylgi og leiddum 18:15 að honum loknum. Baráttan hélt áfram í 2. leikhluta en við jukum forystuna og leiddum í hálfleik 33:24. Tríóið með töglin, þær Katla Rún, Dagbjört og Jónína fóru fyrir liðinu í fyrri hálfleik og skoraði 12 stig í hálfleiknum, en þær Karlsdætur 14 stig. Okkar stúlkur voru mun ákveðnari og voru komnar með 12 villur í hálfleik gegn aðeins 2 frá Armeníu. Í hálfleik fór Margrét þjálfari með hina góðkunnu vísu "Lok, lok og læs og allt í stáli" fyrir stúlkurnar. Þær skildu vísuna og skelltu í lás í 3. leikhluta. Ísland skoraði 19 stig í röð og gerði nánast út um leikinn, en þær Armensku skoruðu ekki í rúmar 7 mínútur í leikhlutanum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir okkar stúlkur sem sigldu í land öruggum sigri 76:39. Dagbjört og Hera létu til verulega til sín taka í seinni hálfleiknum. Dagbjört var stigahæst í leiknum með 16 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar, Katla Rún var með 15 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar og Hera var með 11 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Leikmaður mótsins, Þóranna Kika var róleg í stigaskorun í leiknum með 2 stig, en hirti 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 5 boltum. Eins og áður komust allar stelpurnar á blað í leiknum og fullyrða má að sigur liðsins á þessu móti var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Þær Dagbjört og Þóranna Kika voru valdar í úrvalslið mótsins og Þóranna Kika var leikmaður mótsins. Frábær árangur hjá íslenska liðinu sem ruddi brautina fyrir næsta u16-lið sem kemur til með að spila ári í B-riðli þar sem fullyrða má að þeir eigi svo sannarlega heima. |