© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.7.2015 | 21:53 | sara | Yngri landslið
U16 kvenna komnar í úrslitaleik Evrópumótsins í Andorra
Stelpurnar í U-16 eru komnar í úrslit Evrópumótsins í Andorra eftir sigur á Wales. Leikinn byrjuðu Hera, Þóranna, Dagbjört, Katla og Jónína líkt og áður. Leikurinn hófst með körfu frá Wales og staðan 2-0 og liðið undir í fyrsta skipti í mótinu! Eftir þetta var ekki aftur snúið þar sem næstu 18 stig voru Íslands. Staðan í lok fyrsta leikhluta 22-3 fyrir íslenska liðinu. Stelpurnar okkar voru að spila hörku vörn eins og tölurnar sína. Áhersla var lögð á góða maður á mann vörn á hálfum velli, eitthvað sem stelpurnar hafa bætt sig mikið í frá Norðurlandamótinu í vor. Í öðrum leikhluta var sama upp á teningnum þar sem góð vörn skapaði auðveldar körfur. Staðan að loknum öðrum leikhluta 40-8 þar sem Dagbjört Dögg Karsdóttir spilaði frábærlega með 13 stig (6/8 í skotum), 2 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Þóranna Kika Hodge-Carr 8 stig (4/6 í skotum), 5 fráköst og 4 stolnar.

Í seinni hálfleik eins og í öðrum leikjum liðsins var ljóst hvert stefndi. Stelpurnar héldu áfram að bæta í forystuna og leiddu 63-16 eftir þriðja leikhlutann. Leikurinn endaði 86-20 fyrir Ísland og þriðji sigur í höfn og ljóst að úrslitaleikurinn væri framundan.

Þóranna Kika endaði leikinn með 16 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar, 8 stolna og Dagbjört Dögg með 15 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

Eins og tölurnar gefa til kynna þá var um ójafnan leik að ræða. Stelpurnar komu einbeittar til leiks eftir tvo stóra sigra og tvo frídaga í kjölfarið. Allar stelpurnar komust á blað líkt og í leiknum gegn Andorra um daginn og segir það allt um breyddina í liðinu.

Úrslitaleikurinn hjá stelpunum er gegn Armeníu og fer fram á morgun klukkan 18:00 að staðartíma (16:00 á íslenskum tíma). Ef þær sigra hann eru þær orðnar Evrópumeistarar C-riðils í keppni U16 stúlkna 2015.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
KR liðið sem varð Reykjavíkurmeistarar 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið