S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.7.2015 | 21:53 | sara | Yngri landslið
U16 kvenna komnar í úrslitaleik Evrópumótsins í Andorra
Í seinni hálfleik eins og í öðrum leikjum liðsins var ljóst hvert stefndi. Stelpurnar héldu áfram að bæta í forystuna og leiddu 63-16 eftir þriðja leikhlutann. Leikurinn endaði 86-20 fyrir Ísland og þriðji sigur í höfn og ljóst að úrslitaleikurinn væri framundan. Þóranna Kika endaði leikinn með 16 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar, 8 stolna og Dagbjört Dögg með 15 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var um ójafnan leik að ræða. Stelpurnar komu einbeittar til leiks eftir tvo stóra sigra og tvo frídaga í kjölfarið. Allar stelpurnar komust á blað líkt og í leiknum gegn Andorra um daginn og segir það allt um breyddina í liðinu. Úrslitaleikurinn hjá stelpunum er gegn Armeníu og fer fram á morgun klukkan 18:00 að staðartíma (16:00 á íslenskum tíma). Ef þær sigra hann eru þær orðnar Evrópumeistarar C-riðils í keppni U16 stúlkna 2015. |