© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.7.2005 | 14:44 | Finnur Freyr Stefansson
Hörmung gegn Írum
Fyrir tæpum tveim klukkutímum lauk leik Íslands og Írlands í Evrópukeppni U20 ára liða hér í Varna í Búlgaríu. Búist var við að leikurinn yrði jafn og spennandi þar sem bæði liðin voru án sigurs í B-riðilinum og 5. sætið var lagt undir. En annað átti eftir að koma á daginn.

Eftir að íslensku strákarnir skoruðu fyrstu körfu leiksins tóku Írarnir frumkvæði í leiknum. Strákarnir voru þó aldrei langt undan en voru það helst slæmar ákvarðanatökur í sókninni og einbeitingarleysi í vörninni sem var því valdandi að Írarnir leiddu 37-30 í hálleik.

En líkt og í leiknum gegn Pólverjum hrundi allt sem hrunið gat í 3. leikhluta. Vörnin var hreint út sagt skelfileg, menn voru algerlega á hælunum og einbeiting engin. Baráttan sem hafði einkennt liðið á mótinu var skyndilega horfin og því var ekki að sökum að spyrja. Írland leiddi með 23 stigum eftir leikhlutann. Í 4. leikhluta var vörnin skömminni skárri en munurinn einfaldlega of stór biti fyrir liðið að kyngja. Leiknum lauk með 79-50 sigri Írlands í lélegasta leik íslenska liðsins á mótinu hingað til.

Bjarni Bjarnason var að spila skást okkar manna og var einn af fáum sem sýndu vilja til að spila vörn. Steingrímur kom með góðar þriggja stiga körfur sem löguðu aðeins lokastöðuna. Byrjunarliðið í heild sinni átti afleitan dag og var það helst strákarnir sem komu inn af bekknum sem stóðu sig vel.

Sveinbjörn 11 stig (4\17 í skotum, 8 tapaðir), Viðar 9 stig, Steingrímur 9 stig, Bjarni 8 stig, Ragnar 5 stig, Grétar 4 stig, Elvar 2 stig (5 stolnir), Ágúst 2 stig (9 fráköst, 4 tapaðir), Friðrik og Hörður náðu ekki að skora.

Ljóst er að liðið verður að taka sig virkilega á ef það ætlar sér að vinna leik á mótinu. 6. sætið í riðlinum er staðreynd þegar einn leikur er eftir. Sá leikur er gegn Finnum sem hafa verið frekar óstöðugir á mótinu en hafa á að skipa góðu liði og einum af bestu leikmönnum mótsins. Mótherjar Íslands í leik um sæti verða annað hvort Portúgal eða Albanía sem eru að spila núna.

Það verður þó ekki tekið af Írunum að þeir spiluðu mjög vel í dag, hittu vel, spiluðu agað og skipulega og voru mjög grimmir í vörninni. Þeir eru ekki hávaxnir líkt og lið Íslands en bæta það upp með mikilli baráttu og spilagleði (tóku 47 fráköst gegn 30). Liðið er leitt áfram af tveimur bræðrum sem stjórna liðinu og drífa hina með sér, eitthvað sem hefur vantað í leiki íslenska liðsins.

Framhaldið á mótinu er því nokkuð ljóst, íslenska liðið á ennþá möguleika á 9. sætinu en ef það fer ekki að spila betur, þá gæti 12. og síðasta sætið hæglega orðið staðreyndin. Spurning er kannski sú hvort þreyta sé farin að segja til sín eða reynsluleysið. En það er á hreinu að stuttur undirbúningur liðsins er farinn að segja alvarlega til sín.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Vals og Hauka í Laugardalshöll árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið