© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.7.2005 | 12:43 | rg
Dregið í Evrópukeppnum félagsliða
Nú í gær var dregið í Áskorendabikarkeppni Evrópu, EuroCup Challenge, sem Keflavík tekur þátt í, og í Bikarkeppni Evrópu kvenna, EuroCup women sem Haukar taka þátt í.

Keflvíkingar drógust í riðil með finnska liðinu Lappeenranta NMKY og úkraínska liðinu Sumykhimprom Sumy. Það má því segja að Keflvíkinga bíði verðugt verkefni en finnska liðið varð finnskur meistari og með því leikur bandarískur leikmaður sem kosinn var besti leikmaður finnsku deildarinnar í vetur auk þess sem besti finnski leikmaðurinn. Þá er einn danskur landsliðsmaður, Chanan Colman, með liðinu en hann kemur væntanlega með Dönum til Íslands í september. Þess má einnig geta að Friðrik Stefánsson lék með liðinu þegar hann lék í finnsku deildinni.
Úkraínska liðið varð í 4. sæti í sinni heimadeild og duttu úr fyrir MBC Odessa í 8 liða úrslitum. Með liðinu leika aðeins leikmenn frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna.

Keflavík leikur báða útileiki sína í lok október, tekur báða leikina í einni ferð en leikur svo heimaleikina með hálfsmánaðarmillibili í nóvember.

Tvö efstu liðin komast áfram úr riðlinum og leika þá við tvö eftstu liðin úr riðli Bakken bears frá Danmörku, CAB Madeira frá Portúgal og Tulip Den Bosch frá Hollandi. Danska og portúgalska liðið voru einmitt með Keflavík í riðli í Evrópukeppninni síðasta ár.

Haukastúlkur drógust í riðil með Polisportiva Ares Ribera frá Ítalíu, Pays D Aix basket 13 frá Frakklandi og spænska liðið CajaCanarias en Signý Hermannsdóttir lék með því liði einn vetur.

Ítalska liðið tók þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í fyrra og léku í sama riðlið og spænska liðið. Ítalska liði tapaði öllum sínum leikjum en það spænska varð í þriðja sæti vann fjóra leiki og tapaði tveimur. Í 8 liða úrslitum vesturdeildar keppninnar duttu þær svo út fyrir D Aix, franska liðinu sem er með þeim í riðli núna. Franska liðið fór svo alla leið í úrslit vesturdeildarinnar og tapaði þar fyrir ítalska liðinu Venezia.

Haukastúlkur leika leiki sína í lok október og í nóvember og tvö efstu liðin komast áfram úr riðlinum í 32 liða úrslit sem verða leikin um miðjan desember.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.  Eggert Garðarsson, Hjörtur Harðarson, Bergur Eðvarðsson, Marel Guðlaugsson og Hinrik Gunnarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið