© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.6.2005 | 20:35 | bl
Skyldusigur gegn Andorra
Ísland vann Andorra með 30 stiga mun í karlaflokki á Smáþjóðaleikunum í Andorra í kvöld. Lokatölur voru 107-77. Ísland þurfti að hafa talsvert fyrir sigrinum, en heimamenn létu finna vel fyrir sér.

Magnús Þór Gunnarsson, sem átti mjög góðan leik í kvöld, byrjaði leikinn með því að koma Íslandi í 5-0 eftir aðeins 20 sekúndan leik. Héldu þá margir að Ísland myndi hreinalega valta yfir Andorramenn, en annað koma á daginn. Heimamenn börðust eins og ljón og héldu sér inní leiknum þrátt fyrir slæma byrjun. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 29-27 fyrir Ísland og 48-39 í hálfleik. Það var síðan í þriðja fjórðungi að leiðir skyldu. Ísland skoraði þá 32-19 stigum heimamanna og staðan breyttist í 80-58. Ísland bætti enn í í lokafjórðungnum og lokatölur voru 107-77.

Eins og fyrr sagði átti Magnús Þór Gunnarsson mjög góðan leik í kvöld. Hann skoraði 20 stig og gaf 4 stoðsendingar á 20 mínútum. Sex af átta þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið og hann tók einnig 3 fráköst.

Hlynur Bæringsson átti einnig góðan leik, en hann skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 16 stig og Helgi Magnússon 10 og hirti auk þess 4 fráköst. Fannar Ólafsson, sem lék aðeins í 15 mínútur, var með 5 stig og 5 fráköst. Auk þess skoruðu þeir Pavel Ermolinskij 8 stig, en tapaði 5 boltum, Páll Axel Vilbergsson 4 og 6 fáköst og Arnar Freyr Jónsson 3 og 3 stoðsendingar.

Þá er ógetið nýliðanna sem léku sinn fyrsta landsleik í kvöld. Darryl Lewis átti góðan leik, skoraði 11 stig, hirti 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, Sævar Harladsson lék 6 síðustu mínútur leiksins og komst vel frá þeim, skoraði 4 stig. Egill Jónasson skoraði 4 stig, tók 5 fráköst og varði 2 skot. Egill lék í 17 mínútur en fór út af með 5 villur. Áhorfendur, sem fjölmenntu í höllina hér í Andorra í kvöld, klöppuðu Agli lof í lófa þegar hann tróð viðstöðulaust sendingu frá einum samherja sinna. Tilþrif sem ekki sjást á hverjum degi. Þessi hávaxni leikmaður, sem er 217 sm á hæð, hélt sannarlega uppá sinn 21 afmælisdag á eftirminnilegan hátt.

Tölfræði leiksins.

Íslenska liðið fékk mikinn stuðning frá öðrum íslenskum keppendum hér á leikunum, en þeir fjölmenntu á leikinn og hvöttu okkar menn óspart áfram.

Ísland mætir Lúxemborg á morgun kl. 14:30 að íslenskum tíma, en á undan þeim leik mætast sömu þjóðir í kvennaflokki.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslensku stelpurnar á rölti í Amsterdan eftir leik við Holland sumarið 2008. Það er mis mikill áhugi meðal leikmanna að láta mynda sig.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið